Umhverfis- og samgöngunefnd

28. fundur 17. desember 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson
  • Friðrik Baldursson
  • Jón Ingi Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Guðmundur Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson Ritari umhverfissviðs
Dagskrá

1.1201357 - Sumarstörf 2012

Frá Garðyrkjustjóra.

Lögð fram skýrsla um sumarstörf 2012, garðyrkjustjóri kynnti skýrsluna.

2.1201358 - Vinnuskóli 2012

Frá Garðyrkjustjóra.

Lögð fram starfsskýrsla Vinnuskólans og Skólagarða Kópavogs 2012, garðyrkjustjóri kynnti skýrsluna.

3.1203435 - Framkvæmdir, 2012

Frá Garðyrkjustjóra.

Lögð fram skýrsla um framkvæmdir 2012, garðyrkjustjóri kynnti skýrsluna.

4.907063 - Samningur um atvinnuátak 2009

Frá Garðyrkjustjóra.

Lögð fram skýrsla um atvinnuátak á vegum Skógræktarfélags Kópavogs, Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Íslands sumarið 2012. Garðyrkjustjóri kynnti skýrsluna.

5.1206473 - Reiðhjólastæði.

Frá Garðyrkjustjóra.

Lagðar fram hugmyndir um reiðhjólastæði. Garðyrkjustjóri kynnti hugmyndirnar. Umhverfissvið vinnur þessar hugmyndir áfram.

6.1211447 - Umferðartalning Kópavogi 2012.

Frá sviðsstjóra.

Lögð fram gögn dags. í desember 2012, vegna umferðartalningar í Kópavogi, Vatnsenda. Sviðsstjóri gerði grein fyrir gögnum málsins.

 

7.1204366 - Vatnaáætlun, vatnasvæðisnefnd

Frá sviðsstjóra.

Lögð fram drög að stöðuskýrslu Umhverfisstofnunar vegna vatnasvæðis Íslands, bráðabirgðaryfirlit. Drög skýrslunnar er nú í kynnningarferli frá 7. desember 2012 til 7. júní 2013. Sviðsstjóri gerði grein fyrir gögnum málsins.

8.1212194 - Bílastæði í miðbæ Kópavogs

Frá sviðsstjóra

Sviðsstjóri gerði grein fyrir skipulagi bílastæða í miðbæ Kópavogs. Umhverfissviði falið að skoða frekar bílastæðamál í miðbæ Kópavogs.

Önnur mál:

Gylfi Sigurðsson gerði grein fyrir nýlegum umferðarslysum í Kópavogi.

Fundi slitið - kl. 19:00.