Umhverfis- og samgöngunefnd

177. fundur 15. október 2024 kl. 16:35 - 17:52 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Bergur Þorri Benjamínsson formaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson varaformaður
  • Svava Halldóra Friðgeirsdóttir aðalmaður
  • Jane Victoria Appleton aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Karen Jónasdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Karen Jónasdóttir verkefnastjóri umhverfismála
Dagskrá

Almenn erindi

1.24041399 - Borgarlínan í Kópavogi. Lota 1. Breytt deiliskipulag Kársneshafnar. Bakkabraut norðan Vesturvarar.

Lögð fram tillaga skipulagsdeildar dags. 3. október 2024 að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar fyrir Bakkabraut norðan Vesturvarar. Skipulagsbreytingin nær til þess gatnarýmis sem tengist fyrirhugaðri Borgarlínu og þeim samgöngumannvirkjum sem henni fylgja. Borgarlínustöð er staðsett við norðurmörk lóða Hafnarbrautar 27 og Vesturvarar 30. Lóðarmörkum nærliggjandi lóða er breytt og innviðum Borgarlínu afmarkað 25m breitt bæjarland við stöðina. Innan þess er reiknað með að komist með góðu móti fyrir gang- og hjólastígar sitt hvoru megin (5m), brautarpallar sitt hvoru megin og 7m breytt sérrými Borgarlínu. Nákvæm útfærsla stöðvar ákvarðast í verkhönnun Borgarlínu. Byggingarreitur er vítt afmarkaður yfir 67 lengdarmetra. Innan þess svæðis mega og skulu öll mannvirki og götugögn stöðvarinnar rísa. Þar með talið skýli, bekkir, tillibekkir, grindverk, handrið og pollar, hjólastæði, ruslastampar, upplýsingaskilti, auðkennismerki stöðvar, sértæk lýsing og rampar.

Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:500 dags. 3. október 2024.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi - mæting: 16:35

Almenn erindi

2.24081506 - Fyrirspurn Andrésar Péturssonar varðandi skipulagt svæði fyrir ferðavagna.

Umsögn deildarstjóra gatnadeildar lögð fyrir.
Bókun:
Það er að ósekju skárra að hafa ferðavagna á afmörkuðum svæðum en dreift um bæinn og jafnvel upp við gangstéttarkanta þar sem þeir skerða útsýni vegfarenda. Það eykur á öryggi og minnkar óreiðu og slæma umgengni í kringum ferðavagna að Kópavogsbær bjóði upp á svæði þar sem eigendur ferðavagna geta geymt vagnana yfir sumartímann.
Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir
Leó Snær Pétursson

Bókun:
Meirihluti Umhverfis og samgöngunefnd Kópavogs telur það fremur hlutverk einkaaðila að sjá um og reka geymslusvæði fyrir ferðavagna. Meirihluti tekur undir að setja þurfi skýrari ramma utan um geymslu ferðavagna og stærri tækja.
Bergur Þorri Benjamínsson
Guðjón Ingi Guðmundsson
Svava Halldóra Friðgeirsdóttir

Almenn erindi

3.2409161 - Fyrirspurn formanns Bergs Þorra Benjamínssonar um umferðaröryggi á Marbakkabraut

Umsögn deildarstjóra gatnadeildar lögð fyrir.
Umhverfis og samgöngunefnd þakkar fyrirspurnina, en fyrir liggur að gera þarf breytingar seinna meir á gatnamótum Kársnesbrautar og Sæbólsbrautar. Þegar að þeim framkvæmdum kemur verða frekari breytingar á svæðinu skoðaðar. 

Almenn erindi

4.24091019 - Fyrirspurn Bergs Þorra Benjamínssonar vegna opins bréfs vegna merkinga um hjólaumferð

Fyrirspurn Bergs Þorra Benjamínssonar formanns vegna opins bréfs um betri merkingar fyrir bílstjóra um hjólaumferð frá Erlendi S. Þorsteinssyni til Kópavogsbæjar.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir ábendinguna og beinir því til umhverfissviðs að halda áfram að uppsetningu merkja samkvæmt þeim ramma sem því er sett.

Almenn erindi

5.23051118 - Forgangs- og vaktlistaefnamælingar í Kópavogslæk

Staða máls og framtíðarhorfur varðandi forgangs- og vaklistaefnamælingar í Kópavogslæk kynntar.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 17:52.