Lögð fram tillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi, fyrir fyrstu lotu Borgarlínu frá Fossvogsbrú að Hamraborg dags. í ágúst 2024. Rammahlutinn er unninn af VSÓ ráðgjöf fyrir Kópavogsbæ. Viðfangsefni tillögunnar er nánari útfærsla fyrir Borgarlínuna í Kópavogi. Þar er lögð fram tillaga að legu, staðsetningu stöðva, áherslum á forgang og skipulag göturýmis. Jafnframt eru kynnt þau viðmið sem líta ber til við útfærslu Borgarlínunnar, hvort sem er í deiliskipulagi göturýmis eða hönnun innviða Borgarlínunnar. Rammahlutinn um 1. lotu Borgarlínunnar er ítarlegri stefna tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 til að tryggja framfylgd meginmarkmiða skipulagsins um Borgarlínuna. Viðfangsefni tillögunnar eru liður í því að stuðla að framfylgd samgöngusáttmála ríkis- og sveitarfélaganna og tryggja framfylgd samgönguáætlunar 2020-2034.
Þá er einnig lögð fram samantekt þeirra umsagna og athugasemda sem bárust er frumdrög Borgarlínu og vinnslutillaga að rammahluta aðalskipulags voru forkynnt árið 2021, dags. í nóvember 2023.
Stefán Gunnar Thors, sviðsstjóri Umhverfis og skipulags hjá VSÓ ráðgjöf gerir grein fyrir erindinu.
Gestir
- Stefán Gunnar Thors - mæting: 16:33
- Auður D. Kristinsdóttir, skipulagsfulltrúi - mæting: 16:33
Bókun:
Undirritaður styður áform um Borgarlínu heilshugar sem gerir þá staðreynd sorglega að í ferlinu skuli fulltrúum bæjarbúa í Umhverfis- og samgöngunefnd hafa verið gert ófært að uppfylla hlutverk sitt í erindisbréfi að koma að stefnumótun í almenningssamgöngum, líkt og óskað var sérstaklega eftir á 167. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar þann 19. september 2023. Mun betra og lýðræðislegra hefði verið að nefndin fengi að koma með tillögur að samningsmarkmiðum bæjarins. Líta hefði þurft á það með mun heildrænni þætti og fara í umbætur á löggæslu til að taka á háskaakstri og hindrunum á hjólastígum. Hvað varðar ábendingar bæjarbúa færi vel ef reynt væri að taka málefnalega á þeim.
Indriði I. Stefánsson
Eftirtalin taka undir bókun Indriða:
Jane V. Appleton
Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir
Leó Snær Pétursson