Umhverfis- og samgöngunefnd

175. fundur 20. ágúst 2024 kl. 16:35 - 18:08 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Bergur Þorri Benjamínsson formaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson varaformaður
  • Svava Halldóra Friðgeirsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristín Hermannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Jane Victoria Appleton aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson, aðalmaður boðaði forföll og Andrés Pétursson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karen Jónasdóttir verkefnastjóri
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Karen Jónasdóttir verkefnastjóri umhverfismála
Dagskrá
Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.

Almenn erindi

1.1911664 - Hrauntunga 119, kvörtun vegna göngustígs að Digranesvegi.

Farið yfir málsmeðferð og aðstæður er varðar lokun á göngustíg við Hrauntunga 119. Lagt fram erindi skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 20. mars 2024, ásamt gögnum málsins.

Harri Ormarsson lögfræðingur gerir grein fyrir erindinu.
Með vísan í erindisbréf lögfræðings fellur umhverfis- og samgöngunefnd frá fyrri afgreiðslu, dags. 16. ágúst 2022, og vísar erindinu til skipulagsráðs.

Gestir

  • Harri Ormarsson - mæting: 16:30

Almenn erindi

2.24032185 - Kjóavellir- garðlönd. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi Kjóavalla. Í breytingunni felst að komið verði fyrir skólagörðum og garðlöndum fyrir efri byggðir Kópavogs á opna svæðinu OP-5.10. Áætlað svæði fyrir skólagarða og garðlönd er um 0,25 ha. Reiðleið sem liggur um opna svæðið norðan Markavegar færist nær fyrirhugðum bílastæðum og meðfram henni að hluta til kemur mön sem skermir reiðleiðina frá opna svæðinu. Reiðleiðin sem liggur frá undirgögnum undir Vatnsendaveg og að Tröllakór verður að göngustíg sem heldur áfram um opna svæðið eins og núverandi göngustígar eru um svæðið. Undirgöng undir Markaveg verða tekin út og upphækkuð gatnaþrenging sett inn í staðinn. Ný reiðleið kemur sunnanmegin meðfram Markavegi og göngustígur fellur út og hann aðeins hafður norðan megin meðfram Markavegi. Þverun með upphækkaðri gatnaþrengingu verður sett inn austar á svæði breytinga. Fallið er frá byggingarreit og lóð fyrir fjarskiptamastur. Einnig er fallið frá lóð númer 2 við Heimsenda og 23 bílastæðum við enda lóðar nr. 1 við Heimsenda. Fyrirkomulag annarra bílastæða, gámasvæðis, reiðleiða, tamninga- og hringgerðis innan svæði breytinga breytist lítillega. Heildarfjöldi bílastæða á svæðinu helst óbreyttur í u.þ.b 496 stæðum . Samhliða þessari breytingu breytast skipulagsmörk deiliskipulags Hörðuvalla- Tröllakórs til samræmis og aðlagast að gildandi deiliskipulagi Kjóavalla. Set- og miðlunartjörn helst óbreytt frá því sem nú er. Drefistöð er bætt við uppdrátt eins og núverandi staða er á opna svæðinu OP-5.10.

Uppdráttur í mkv. 1:2000 og dags. 28. júní 2024.

Umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við umrædda tillögu að deiliskipulagi.

Almenn erindi

3.2402718 - Umhverfisviðurkenningar 2024

Lagðar fram tilnefningar til umhverfisviðurkenningar Kópavogs fyrir árið 2024.

Karen Jónasdóttir umhverfisfulltrúi gerir grein fyrir erindinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd lagði mat á tillögur að umhverfisviðurkenningum og götu ársins 2024 og vísar niðurstöðum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Almenn erindi

4.24052743 - Fyrirspurn varaáheyrnarfulltrúa Andrésar Péturssonar um hámarkshraðamerkingar.

Fyrirspurn varaáheyrnarfulltrúa Andrésar Péturssonar um stöðu merkinga í Kópavogi þar sem hámarkshraði hefur verið lækkaður.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar deildarstjóra gatnadeildar fyrir greinargóð svör við fyrirspurninni. Nefndin telur brýnt að fylga breytingum á hámarkshraða í Kópavogi eftir með markvissari kynningu.

Fundi slitið - kl. 18:08.