Umhverfis- og samgöngunefnd

174. fundur 18. júní 2024 kl. 16:35 - 18:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Bergur Þorri Benjamínsson formaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson varaformaður
  • Svava Halldóra Friðgeirsdóttir aðalmaður
  • Jane Victoria Appleton aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson, aðalmaður boðaði forföll og Matthías Hjartarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Karen Jónasdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Karen Jónasdóttir verkefnastjóri umhverfismála
Dagskrá
Svava Halldóra Friðgeirsdóttir kemur á fund kl 16:41
Guðjón Ingi Guðmundsson kemur á fund kl 16:55

Almenn erindi

1.2404910 - Húsasorpsrannsókn Sorpu 2023

Kynning á niðurstöðum árlegrar Húsasorpsrannsóknar Sorpu 2023. Gyða S. Björnsdóttir umhverfis- og gæðastjóri Sorpu og Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri Sorpu gera grein fyrir erindinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir kynninguna og fagnar þeim árangangri sem þegar hefur náðst. Með hvatningu um enn betri árangur.

Gestir

  • Gyða S. Björnsdóttir - mæting: 16:35
  • Gunnar Dofri Ólafsson - mæting: 16:35

Almenn erindi

2.24032107 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa vegna götusópunar.

Fyrirspurn formanns varðandi götusópun og sópun á gangstígum á haustin.
Fyrirspurn svarað og málið rætt.

Almenn erindi

3.23061846 - Umhverfissvið, aðgerðaáætlun, stefnumörkun.

Kynning á framgangi aðgerða í aðgerðaráætlun fyrir umhverfissvið 2024. Þá er lögð fram stöðuskýrsla umhverfissviðs dags. 31 maí 2024 þar sem gert er grein fyrir aðgerðum og mælanlegum markmiðum þeim tengdum ásamt stöðu.

Skýrsla dags. 31. maí 2024.

Guðrún Edda Finnbogadóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs gerir grein fyrir erindinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Guðrúnu Eddu fyrir kynninguna.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir - mæting: 17:15

Almenn erindi

4.2208218 - Fundarröð umhverfis- og samgöngunefndar

Uppfærð fundarröðun fyrir umhverfis- og samgöngunefnd fyrir árið 2024 lögð fyrir.
Samþykkt.

Almenn erindi

5.24052785 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar varðandi strætóskýli við Kringlumýrarbraut.

Fyrirspurn nefndarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar varðandi ný strætóskýli við Kringlumýrarbraut, neðst í Fossvogsdal.
Vísað frá. Bent á Strætó og Reykjavíkurborg þar sem stoppustöðin er á þeirra landi.

Almenn erindi

6.24052743 - Fyrirspurn varaáheyrnarfulltrúa Andrésar Péturssonar um hámarkshraðamerkingar.

Fyrirspurn varaáheyrnarfulltrúa Andrésar Péturssonar um stöðu merkinga í Kópavogi þar sem hámarkshraði hefur verið lækkaður.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir að starfsfólk sviðsins komi með upplýsingar um stöðu skiltamerkinga á næsta fundi á þeim götum sem hámarkshraði hefur verið lækkaður.

Almenn erindi

7.2406359 - Ósk um umsögn eða athugasemd við drónaflugi til afhendingar í Kópavogi 2024

Ósk Netgengis ehf (Aha) um umsögn vegna drónaflug til afhendingar í Kópavogi.
Málinu frestað.

Fundi slitið - kl. 18:45.