Umhverfis- og samgöngunefnd

173. fundur 21. maí 2024 kl. 16:30 - 18:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Bergur Þorri Benjamínsson formaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson varaformaður
  • Svava Halldóra Friðgeirsdóttir aðalmaður
  • Jane Victoria Appleton aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson, aðalmaður boðaði forföll og Andrés Pétursson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Björn Þór Rögnvaldsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Karen Jónasdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Karen Jónasdóttir verkefnastjóri umhverfismála
Dagskrá

Almenn erindi

1.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Drög að loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun til umræðu og afgreiðslu bæjarráðs. Encho Plamenov, Karen Jónasdóttir starfsmenn umhverfissviðs og Jakob Sindri Þórsson starfsmaður stjórnsýslusviðs gera grein fyrir erindinu.
Meirihluti umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrir sitt leiti loftslagsstefnu með þremur atkvæðum og vísar henni til bæjarráðs. Tveir nefndarfulltrúar sitja hjá.

Meirihluti umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrir sitt leiti aðgerðaráætlun loftslagsstefnu með þremur atkvæðum og vísar henni til bæjarráðs. Tveir nefndarfulltrúar sitja hjá.

Bókun:
Undirrituð telja að drög að aðgerðaáætlun loftslagsstefnu þurfi frekari vinnu við, en skv. þeim er oft óljóst hvaða aðgerða er verið er að grípa til. En í drögunum segir oft að stuðla eigi að einhverju eða auka áherslu á eitthvað en ekki sagt nákvæmlega hvað eigi að gera og hvenær, en þetta á við m.a. um markmið um aukna gróðursetningu og orkuskipti í samgöngum. Einnig benda undirrituð á það að ekki er hægt að samþykkja stefnu í samræmi við 5. gr. c laga um loftlagsmál og skilja eftir aðgerðirnar þar sem stefnan byggir lögum skv. á markmiðum og aðgerðum og því eingöngu hægt að skilja á milli markmiða og aðgerða stefnunar. En það var ekki gert. Stefna sem ekki er unnið eftir nær ekki markmiðum sínum, mannekla getur skýrt skort á eftirfylgni en afsakar ekki, bærinn verður að leggja nægjanlegt fjármagn til að hægt sé að fylgja þeim stefnum sem hann hefur sett sér.

Andrés Pétursson
Björn Þór Rögnvaldsson
Indriði Ingi Stefánsson
Jane Victoria Appleton

Bókun:
Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar telur að fyrirliggjandi gögn og svör
fagaðila bæjarins séu nægjanleg til að taka málið áfram.

Bergur Þorri Benjamínsson
Guðjón Ingi Guðmundsson
Svava H. Friðgeirsdóttir

Gestir

  • Karen Jónasdóttir - mæting: 16:30
  • Jakob Sindri Þórsson - mæting: 16:30
  • Encho Plamenov - mæting: 16:30

Almenn erindi

2.2208454 - Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að skipulagslýsingu dags. í maí 2024 fyrir rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 fyrir þróunarsvæðið á vestanverðu Kársnesi (ÞR-1). Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Skipulagslýsingin er unnin af Alta í samstarfi við umhverfissvið.

Halldóra Hrólfsdóttir, skipulagsráðgjafi og Kristjana Kristjánsdóttir verkefnastjóri á Umhverfissviði greinir frá tillögunni. gera grein fyrir erindinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir kynningu á rammahluta aðalskipulags fyrir þróunarsvæði á Kársnesi.

Gestir

  • Halldóra Hrólfsdóttir - mæting: 17:15
  • Drífa Árnadóttir - mæting: 17:15

Almenn erindi

3.23111612 - Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs dags. 14 mars 2024 að nýju deiliskipulagi göngu- og hjólastíga um Kópavogsháls til forkynningar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að mæla fyrir um legu og fyrirkomulag stofnstígs hjólreiða um Kópavogsháls og stuðla að auknu umferðaröryggi, sérstaklega gangandi og hjólandi vegfarenda. Orri Gunnarsson, skipulagsfræðingur frá VSÓ ráðgjöf, gerir grein fyrir tillögunni.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar þeim hugmyndum sem koma fram á deiliskipulagstillögu fyrir göngu- og hjólastíga um Kópavogsháls.

Gestir

  • Orri Gunnarsson - mæting: 17:40
  • Kristjana H. Kristjánsdóttir - mæting: 17:40
  • Birkir Rútsson - mæting: 17:40

Almenn erindi

4.23101080 - Hindranir vegna illa lagðra rafhlaupahjóla

Farið yfir hvar framvindu mála. Karen Jónasdóttir umhverfisfulltrúi gerir grein fyrir erindinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar stöðufærslu málsins.

Almenn erindi

5.2405154 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa vegna erinda frá aðilum utan Kópavogs.

Fyrirspurn frá nefndarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar vegna erinda frá aðilum utan Kópavogs.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.2405155 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa vegna ástands bílastæða í Kópavogi.

Fyrirspurn frá nefndarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar vegna ástands bílastæða í Kópavogi.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur almennt undir þær áhyggjur nefndarfulltrúa Pírata að ástand einkalóða víða í sveitarfélaginu sé afleitt. Umrætt svæði er hins vegar ekki á ábyrgð sveitarfélagsins auk þess sem umrætt svæði er hluti af þróunarreit sem er í skipulagsferli.

Fundi slitið - kl. 18:45.