Lögð fram tillaga umhverfissviðs að skipulagslýsingu dags. í maí 2024 fyrir rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 fyrir þróunarsvæðið á vestanverðu Kársnesi (ÞR-1). Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Skipulagslýsingin er unnin af Alta í samstarfi við umhverfissvið.
Halldóra Hrólfsdóttir, skipulagsráðgjafi og Kristjana Kristjánsdóttir verkefnastjóri á Umhverfissviði greinir frá tillögunni. gera grein fyrir erindinu.
Gestir
- Halldóra Hrólfsdóttir - mæting: 17:15
- Drífa Árnadóttir - mæting: 17:15
Meirihluti umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrir sitt leiti aðgerðaráætlun loftslagsstefnu með þremur atkvæðum og vísar henni til bæjarráðs. Tveir nefndarfulltrúar sitja hjá.
Bókun:
Undirrituð telja að drög að aðgerðaáætlun loftslagsstefnu þurfi frekari vinnu við, en skv. þeim er oft óljóst hvaða aðgerða er verið er að grípa til. En í drögunum segir oft að stuðla eigi að einhverju eða auka áherslu á eitthvað en ekki sagt nákvæmlega hvað eigi að gera og hvenær, en þetta á við m.a. um markmið um aukna gróðursetningu og orkuskipti í samgöngum. Einnig benda undirrituð á það að ekki er hægt að samþykkja stefnu í samræmi við 5. gr. c laga um loftlagsmál og skilja eftir aðgerðirnar þar sem stefnan byggir lögum skv. á markmiðum og aðgerðum og því eingöngu hægt að skilja á milli markmiða og aðgerða stefnunar. En það var ekki gert. Stefna sem ekki er unnið eftir nær ekki markmiðum sínum, mannekla getur skýrt skort á eftirfylgni en afsakar ekki, bærinn verður að leggja nægjanlegt fjármagn til að hægt sé að fylgja þeim stefnum sem hann hefur sett sér.
Andrés Pétursson
Björn Þór Rögnvaldsson
Indriði Ingi Stefánsson
Jane Victoria Appleton
Bókun:
Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar telur að fyrirliggjandi gögn og svör
fagaðila bæjarins séu nægjanleg til að taka málið áfram.
Bergur Þorri Benjamínsson
Guðjón Ingi Guðmundsson
Svava H. Friðgeirsdóttir