Umhverfis- og samgöngunefnd

171. fundur 20. febrúar 2024 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðjón Ingi Guðmundsson aðalmaður
  • Jane Victoria Appleton, aðalmaður boðaði forföll og Tryggvi Felixson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Björn Þór Rögnvaldsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Bergur Þorri Benjamínsson, aðalmaður boðaði forföll og Andri Steinn Hilmarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Svava Halldóra Friðgeirsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Karen Jónasdóttir verkefnastjóri
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karen Jónasdóttir verkefnastjóri umhverfismála
Dagskrá

Almenn erindi

1.2206318 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2022-2026

Kosning nýs varaformanns nefndarinnar í stað Gunnars Sæs Ragnarssonar.
Guðjón Ingi Guðmundsson er kjörinn varaformaður með fjórum atkvæðum. Indriði Ingi Stefánsson situr hjá.

Almenn erindi

2.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Drög að loftslagsstefnu til umræðu og afgreiðslu til bæjarráðs. Auður Finnbogadóttir og Jakob Sindri Þórisson gera grein fyrir erindinu.
Frestað. Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir frekari gögnum
sem felur í sér skýrari stefnu og aðgerðaráætlun.

Bókun Tryggva Felixsonar, varafulltrúi Vina Kópavogs í Umhverfis- og samgöngunefnd
Aðgerðir til að draga úr líkunum á hættulegum breytingum á loftslagi jarðar eru eitt mikilvægast og flóknasta viðfangs efni stjórnmálanna, á öllum stjórnsýslustigum. Á Íslandi gegna sveitarfélögin mikilvægu hlutverki sem þeim ber að taka föstu tökum og vanda til verka þar sem mikið er í húfi að vel takist til. Skv. ákvæðum 5. gr. laga um loftslagsmál skulu sveitarfélög setja sér loftslagsstefnu. Stefnan skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð. Mörg ár eru liðin frá því að þetta ákvæði um ábyrgð og skyldur sveitarfélaga var sett. Framlögð tillaga að loftslagstefnu fyrir Kópavog er að mínu mati ekki nægjanlega skýr og vel úr garði gerð, uppfyllir ekki ákvæði laga og er ekki tilbúin til endanlegrar afgreiðslu og kynningar. Efnislegar athugasemdir mínar er að finna í minnisblaði sem ég legg fram á þessum fundi.

Gestir

  • Auður Finnbogadóttir - mæting: 16:35
  • Jakob Sindri Þórisson - mæting: 16:35

Almenn erindi

3.2208218 - Fundarröð umhverfis- og samgöngunefndar

Lögð fram drög að áætlun um fundi umhverfis- og samgöngunefndar fyrir árið 2024.
Samþykkt.

Almenn erindi

4.23082944 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Reglur um ljósaskilti

Lögð fram fyrirspurn Indriða Inga Stefánssonar um reglur ljósaskilta.
Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs og lögfræðideildar.

Almenn erindi

5.23092169 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Breyting á tímatöflu strætó, leið 36

Lögð fram fyrirspurn Indriða Inga Stefánssonar um tímatöflu strætóleiðar 36.
Vísað til fulltrúa bæjarstjórnar í stjórn Strætó BS.

Almenn erindi

6.24011771 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Úttekt á fjölda bílastæða hreyfihamlaða við íþróttamannvirki.

Lögð fram fyrirspurn Indriða Inga Stefánssonar um að framkvæma úttekt á fjölda bílastæða hreyfihamlaða við íþróttamannvirki í Kópavogi.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til tillögu um að bílastæðum fyrir hreyfihamlaða verði fjölgað við íþróttahúsið Digranesi.
Vísar til bæjarráðs til úrvinnslu.

Fundi slitið - kl. 18:30.