Umhverfis- og samgöngunefnd

170. fundur 19. desember 2023 kl. 16:30 - 18:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðjón Ingi Guðmundsson aðalmaður
  • Jane Victoria Appleton aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Þorri Benjamínsson formaður
  • Svava Halldóra Friðgeirsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Karen Jónasdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Karen Jónasdóttir Verkefnastjóri umhverfismála
Dagskrá

Almenn erindi

1.2110264 - Samþykkt og gjaldskrá fyrir götu- og torgsölu á bæjarlandi

Lögð fram drög að samþykkt fyrir götu- og torgsölu á bæjarlandi. Steinn Sigríðar Finnbogason lögfræðingur á stjórnsýslusviði er gestur undir málinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd við samþykkt og gjaldskrá fyrir götu- og torgsölu á bæjarlandinu. Sækja þarf um leyfi fyrir staðsetningar utan þeirra svæða sem tilgreind eru.

Almenn erindi

2.1911316 - Fyrirspurn frá nefndarfulltrúa. Hálsatorg að mathöll

Tekið upp að nýju ófrágengin fyrirspurn nefndarfulltrúa um tillögu þess efnis að Hálsatorg verði gert að mathöll með matvögnum. Fyrirspurnin var fyrst tekin fyrir í umhverfis- og samgöngunefnd 19. nóvember 2019. Lögð var fram umsögn umhverfissviðs 29. júní 2021 og vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar þar sem lagt var til að farið væri í tilraunaverkefni á Hálsatorgi sumarið 2021. Á fundi bæjarráðs 15. júlí 2021 var tillögunni vísað til umsagnar sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur vel í tillöguna og vísar til umhverfissviðs um að leita leiða til að útfæra tillöguna.

Almenn erindi

3.23052120 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Skráning leiksvæða á vef bæjarins

Fyrirspurn nefndarfulltrúa um umræðu í nefndinni um að upplýsingar um opin leiksvæði verði að finna á vef bæjarins.
Lagt fram svar frá gatnadeild þar sem vísað er í skýrslu um leik- og afþreyingarsvæði í Kópavogi.

Almenn erindi

4.23051119 - Hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar

Áframhaldandi umræða um hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar frá síðasta fundi nefndarinnar þann 21. nóvember síðastliðinn.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir hámarkshraðaáætlun fyrir Kópavog og vísar henni áfram skipulagsráðs og bæjarráðs til samþykkis.

Gunnar Sær Ragnarsson situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Almenn erindi

5.23101080 - Hindranir vegna illa lagðra rafhlaupahjóla

Kynning á stöðu málsins.

Á 168. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 17. október var óskað umsagnar umhverfissviðs vegna viðbragða við rafhlaupahjólum sem er lagt á óábyrgan hátt í bæjarlandi að lokinni notkun. Í kjölfarið var umsögn umhverfissviðs lögð fram á 169. fundi þann 21. nóvember þar lagt var til hafið yrði samtal við rafhlaupahjólaleigur í samræmi við tillögur ræddar á fundinum.

Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir að umhverfissvið vinni áfram að málinu í samræmi við það sem fram kom á fundinum.

Almenn erindi

6.23082945 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Hraðahindranir og reiðhjól

Fyrirspurn nefndarfulltrúa um að gerðar verði breytingar á litlum hraðahindrunum svo reiðhjól komist fram hjá þeim án þess að þurfa að hægja á sér.
Lagt fram.

Almenn erindi

7.2308005 - Ónæði vegna þyrluflugs í Kópavogi

Mál tekið fyrir með afbrigðum að beiðni Indriða Inga Stefánssonar um aukna þyrluumferð um Kársnes í kjölfar eldsumbrota á Reykjanesi.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir að samtal verði hafið við Isavia um tillögur að úrbótum vegna hávaða frá útsýnisflug með vísan til núgildandi reglugerðar og fyrirliggjandi hávaðamælinga.

Bergur Þorri Benjamínsson situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Fundi slitið - kl. 18:15.