Umhverfis- og samgöngunefnd

163. fundur 18. apríl 2023 kl. 16:30 - 19:05 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Hannes Steindórsson formaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Jane Victoria Appleton aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Björn Þór Rögnvaldsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Birkir Rútsson Deildarstjóri gatnadeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.22114327 - Dalvegur 32 A, B, C. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Arkís arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 7. nóvember 2022 að breyttu deiliskipulagi Dalvegar 32 A, B og C. Í breytingunni felst að byggingarreitur Dalvegar 32B minnkar til austurs, byggingarreitur Dalvegar 32C stækkar og færist til á lóðinni. Byggingarreitur Dalvegar 32C hækkar jafnframt úr 2 hæðum ásamt kjallara í 2-4 hæðir ásamt kjallara og 6 hæðir ásamt kjallara austast á lóðinni. Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsráðs 3. apríl 2023. Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi kynnir.
Lagt fram og kynnt

Bókun:
Indriði I. Stefánsson leggur áherslu á mikilvægi þess að skoða samgöngur gangandi og hjólandi sem og almenningssamgöngur á Dalvegi sem heild.
Jafnframt þurfi að gefa íbúum í nágrenninu möguleika á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Leó Snær Pétursson, Björn Þór Rögnvaldsson og Jane Appleton taka undir bókun Indriða

Almenn erindi

2.23031532 - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna stígakerfis í upplandi Garðabæjar

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 14. mars 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna stígakerfis í upplandi Garðabæjar. Í breytingunn felst endurskoðun á reiðleiðum og stúigum til samræmis við deiliskipulagstillögur og friðlýsingartillögu sem kynntar eru samhliða. Erindið var kynnt fyrir skipulagsráði Kópavogs 3. mars 2023 þar sem ekki voru gerðar athugasemdir við framlagða tillögu. Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi kynnir.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir frekari gögnum varðandi umferðargreiningar og áhrif á umferð til og frá Vatnsendavegi ásamt þeim umhverfisáhrifum sem breytingar á nýtingu vegarins gætu haft í för með sér.

Almenn erindi

3.23021563 - Ósk bæjarfulltrúa Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar og Vina Kópavogs eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað við akstur næturstrætó

Erindi frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og Vina Kópavogs, dags 28.02.2023 þar sem óskað er eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað við akstur næturstrætó í Kópavogi og umræðu um fýsileika þess að reka sameiginlegan næturstrætó með Garðabæ og Hafnarfirði. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar á fundi sínum þann 2. mars 2023.
Bókun meiri hluta:
Undirritaðir efast um að forsendur séu fyrir þátttöku Kópavogsbæjar í rekstri næturstrætó að þessu sinni. Af þeim gögnum sem liggja fyrir eru hvorki efnahagslegar forsendur né aðrar hvað varðar samvinnu sveitarfélaga eða notkun næturstrætóar til staðar. Því telur umhverfis- og samgöngunefnd ekki ástæðu fyrir því að Kópavogsbær taki þátt í rekstri næturstrætóar eins og staðan er í dag. Rekstrargrundvöll vantar.
Hannes Steindórsson
Gunnar Sær Ragnarsson
Guðjón Ingi Guðmundsson

Bókun
Undirrituð telja mikilvægt að kanna alla möguleika til að auka samkeppnishæfni almenningssamganga og samfella í þjónustu allann sólarhringinn er þar stór þáttur. Því væri brýnt að fara í valkostargreiningar á möguleikum þeim sem myndu gefa bænum kost á að bjóða íbúum upp á næturstrætó.
Indriði I. Stefánsson
Leó Snær Pétursson
Jane Appleton
Björn Þór Rögnvaldsson

Almenn erindi

4.2303501 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar

Verkferlar bæjarins þegar tilkynnt er um skemmdir á malbiki.
Lagt fram og kynnt

Fundi slitið - kl. 19:05.