Umhverfis- og samgöngunefnd

160. fundur 17. janúar 2023 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Hannes Steindórsson formaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Birkir Rútsson Deildarstjóri gatnadeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2002676 - Loftlagsstefna Kópavogsbæjar og SSH

Kynning á upfærðum drögum að loftlagsstefnu. Farið var yfir drögin á síðasta fundi nefndarinnar 20. desember 2022. Auður Finnbogadóttir, Jakob Sindri Þórsson og Encho Plamenov Stoyanov kynna.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að loftlagsstefnu. Bendir nefndin jafnframt á að skilgreina þarf upphafsstöðu mælinga betur. Vísað til bæjarráðs.

Almenn erindi

2.22115327 - Útilistaverk í Kópavogi.

Erindi Bjarka Bragasonar um gerð útilistaverks í Kópavogi úr jarðvegi og efnum úr garði frumbyggja á Kársnesi. Málið var vísað til umhverfis- og samgöngunefndar á fundi skipulagsráðs þann 19. desember síðastliðinn. Málið hefur áður farið fyrir lista- og menningarráð 12.3.2020 og umhverfis- og samgöngunefndar 25.8.2020 og 15.10.2020. Bjarki Bragason kynnir
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að finna hentuga staði í Kópavogi þar sem hægt væri að koma listaverkinu fyrir í samráði við listamanninn og kynna fyrir nefndinni.

Almenn erindi

3.2301022 - Breytingar á umferðarrétti

Lagðar fram breytingartillögur á breytingum á umferðarrétti í Kópavogsbæ
Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við framlagðar breytingar á umferðarrétti. Vísað til bæjarráðs.

Almenn erindi

4.2301069 - Beiðni um bann við bifreiðastöðum í húsagötu

Erindi frá íbúa um sett verði á bann við bifreiðastöðum á afmörkuðu svæði í húsagötu.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu.

Almenn erindi

5.2208218 - Fundarröð umhverfis- og samgöngunefndar

Tillaga að fundarröð umhverfis- og samgöngunefndar til júní 2023. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar þann 20. desember 2022.
Fundardagskrá samþykkt

Fundi slitið - kl. 18:30.