Umhverfis- og samgöngunefnd

157. fundur 18. október 2022 kl. 16:30 - 18:20 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Hannes Steindórsson, aðalmaður boðaði forföll og Andri Steinn Hilmarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Guðjón Ingi Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson varaformaður
  • Jane Victoria Appleton aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Birkir Rútsson Deildarstjóri gatnadeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Auður Finnbogadóttir, verkefnastjóri stefnumótunar, kynnir vinnu við innleiðingu heildarstefnumótunar Kópavogsbæjar.
Lagt fram og kynnt

Almenn erindi

2.18051067 - Hjólabrettaskál í Kópavogi

Lagðar fram tillögur að nýjum staðsetningum á hjólabrettaskál í Kópavogi.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að vinnu við að finna staðsetningu hjólabrettarskálar sé hraðað og að unnið verði áfram þar sem mögulegar staðsetningar skálarinnar austan við Kórinn og/eða við Smárahvammsvöll verði teknar til frekari skoðunar þar sem aðstæður eru skoðaðar nánar.

Almenn erindi

3.2207285 - Fyrirspurn varðandi hundasvæði í Kópavogi

Lögð fram umsögn umhverfissviðs varðandi hundasvæði í Kópavogi. Á fundi bæjarráðs þann 18. ágúst 2022 var tekið fyrir erindi frá bæjarbúa varðandi hundasvæði í Kópavogi. Á fundi bæjarráðs þann 25. ágúst var lögð fram umsögn umhverfissviðs og vísaði bæjarráð málinu til umhverfis- og samgöngunefndar í kjölfarið.
Umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að gert er ráð fyrir hundagerði á deiliskipulagi fyrir Vatnsendahæð og leggur til að skoðað verði að koma upp varanlegu afgirtu lausagöngusvæði fyrir hunda. Vísað til umhverfissviðs fyrir frekari úrvinnslu og til bæjarráðs við gerð fjárhagsáætlunar.

Bókun frá Gunnar Sær Ragnarsson
Það liggur fyrir að þörf er á fleiri skilgreindum hundasvæðum hér í Kópavogi. Íbúar hafa ítrekað kallað eftir þeim, en því miður fer þeim fækkandi.
Í þessu felst talsverð þjónustuskerðing við stóran hluta íbúanna og við þessu þarf að bregðast.
Íbúar verða að eiga tækifæri til að sækja skilgreind hundasvæði þvert yfir sveitarfélagið. Nauðsynlegt er að fjölga hundasvæðum og hundagerðum í bænum, en til þess þarf að gera ráð fyrir þeim í skipulags- og uppbyggingarvinnu Kópavogs. Hundasvæðin þurfa einnig að vera hundunum okkar örugg og vera hentuglega staðsett.

Indriði Stefánsson, Jane Appleton og Leó Snær Pétursson taka undir bókunina

Almenn erindi

4.2208655 - Kársnes. Ábending íbúa varðandi hávaðamengun vegna þyrluflugs.

Erindi íbúa á Kársnesi varðandi hávaða frá umferð þyrlna og einkaþota um Reykjavíkurflugvöll með fluglínu yfir Kársnes.
Frestað

Almenn erindi

5.2208571 - Erindi um lækkun hámarkshraða á Hvammsvegi

Erindi frá íbúa um lækkun hámarkshraða á Hvammsvegi, Lindarvegi og Hlíðardalsvegi
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs við gerð hámarkshraðaáætlunar fyrir bæjarfélagið

Almenn erindi

6.2208583 - Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku

Lagðar fram upplýsingar um skipun starfshóps um nýtingu vindorku. Óskað er eftir athugasemdum á viðfangsefnum starfshópsins ef einhverjar eru.
Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs gerir ekki athugasemdir við þau efnistök sem starfshópurinn skal vinna eftir og svara en áskilur sér rétt til athugasemda á seinni stigum.

Fundi slitið - kl. 18:20.