Umhverfis- og samgöngunefnd

155. fundur 16. ágúst 2022 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Hannes Steindórsson formaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Jane Victoria Appleton aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Birkir Rútsson Deildarstjóri gatnadeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2201267 - Skógarlind, úttekt á umferð og tillögur að úrbótum

Kynning á umferðargreiningu VSÓ í Skógarlind. Davíð Guðbergsson hjá VSÓ gerir grein fyrir málinu
Lagt fram og kynnt.
Umhverfis- og samgöngunefnd Þakkar Davíð fyrir kynninguna og felur starfsfólki skipulagsdeildar að vinna áfram að málinu.

Almenn erindi

2.2207372 - Kynning á starfsemi þjónustumiðstöðvar

Leifur Eiríksson forstöðumaður þjónustumiðstöðvar kynnir starfsemi þjónustumiðstöðvar Kópavogs.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Leifi fyrir kynninguna og vill benda á að nauðsynlegt er að huga framtíðaraðstöðumálum Þjónustumiðstöðvar.

Almenn erindi

3.1704446 - Kynning á starfsemi bílastæðasjóðs Kópavogsbæjar

Leifur Eiríksson forstöðumaður þjónustumiðstöðvar kynnir starfsemi bílastæðasjóðs og þeim heimildum sem unnið er með.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Leifi fyrir kynninguna og leggur til að bæjarstjórn samþykki að bílastæðasjóður geti nýtt heimildir 29. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

Almenn erindi

4.1911664 - Aðgengismál um göngustíg við Hrauntungu

Farið yfir málsmeðferð og aðstæður er varðar ósk um breytingu á aðgengi um göngustíg á milli Hrauntungu og Digranesvegar.
Kristín Sævarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemdir við að lóðarhafi Hrauntungu 119 girði sína lóð af og loki fyrir aðkomu göngustígs um lóð sína. Vísað er til umhverfissvið að fundin verði lausn á nýtingu stígsbút sem lokað verður.

Almenn erindi

5.22067532 - Rafhleðsla ökutækja í Kópavogi.

Umsögn umhverfissviðs varðandi erindi Hákons Gunnarssonar um stefnu Kópavogsbæjar varðandi uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Erindinu var vísað til umsagnar umhverfissviðs á fundi nefndarinnar 5. júlí síðastliðinn.
Málinu frestað til næsta fundar.

Almenn erindi

6.2208218 - Fundarröð umhverfis- og samgöngunefndar

Tillaga að fundarröð umhverfis- og samgöngunefndar út árið 2022.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða fundarröð til loka 2022.
Indriði Stefánsson setur fyrirvara við lögmæti 154. fundar umhverfis- og samgöngunefndar.

Fundi slitið - kl. 18:30.