Umhverfis- og samgöngunefnd

154. fundur 05. júlí 2022 kl. 16:30 - 18:33 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hannes Steindórsson formaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Jane Victoria Appleton aðalmaður
  • Leó Snær Pétursson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson ritari skipulagsdeildar.
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2205018F - Bæjarstjórn - 1259. fundur frá 14.06.2022

Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2022-2026.
Aðalmenn:
Gunnar Sær Ragnarsson
Guðjón Ingi Guðmundsson
Hannes Steindórsson
Indriði Ingi Stefánsson
Jane Victoria Appleton

Varamenn:
Kristín Hermannsdóttir
Hjördís Einarsdóttir
Andri Steinn Hilmarsson
Matthías Hjartarson
Tryggvi Felixson

Áheyrnarfulltrúar:
Kristín Sævarsdóttir
Leó Pétursson

Varaáheyrnarfulltrúar:
Björn Þór Rögnvaldsson
Andrés Pétursson.

Almenn erindi

2.22068194 - Umhverfis- og samgöngunefnd. Kosning formanns og varaformanns.

Kjör formanns og varaformanns.
Hannes Steindórsson er kjörinn formaður með 4 atkvæðum.
Gunnar Sær Ragnarsson er kjörinn varaformaður með 4 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1106217 - Erindisbréf umhverfis- og samgöngunefndar

Erindisbréf umhverfis- og samgöngunefndar samþykkt af bæjarráði 12. janúar 2012, lagt fram og kynnt.


Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.2112277 - Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulag.

Lögð fram tillaga verkfræðistofunar Eflu f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar að deliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. Skipulagssvæðið er rúmir 67,3 ha að stærð, um 5,6 km að lengd og liggur frá Geithálsi vestan Hólmsár, í Mosfellsbæ, að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur 2 2. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi. Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi. Uppdrættir dags. 30. júní 2022 í mkv 1:10000.
Ómar Ingþórsson landslagsarkitekt gerir grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Ómar Ingþórsson - mæting: 17:05
  • Gísli Gíslason - mæting: 17:05
  • Erna Bára Hreinsdóttir - mæting: 17:05

Almenn erindi

5.2205977 - Umhverfisviðurkenningar 2022.

Lögð fram tillaga að útfærslu og verklagi vegna umhverfisviðurkenninga 2022. Einnig farið yfir tillögur að umhverfisviðurkenningum fyrir árið 2022 og götu ársins 2022.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir útfærslu og verklag vegna umhverfisviðurkenninga 2022. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einnig framlagðar tillögur að umhverfisviðurkenningum og götu ársins 2022.
Götu ársins er vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.22067532 - Rafhleðsla ökutækja í Kópavogi.

Lagt fram erindi Hákons Gunnarssonar varabæjarfulltrúa dags. 26. júní 2022, þar sem óskað er eftir yfirferð á stefnu Kópavogsbæjar í rafhleðslumálum ökutækja fyrir almenning. Þá lagt fram minnisblað gatnadeildar dags. 1. júlí 2022.
Lagt fram. Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Fundarhlé kl. 18:24

Fundur hófst á ný kl. 18:29

Bókun Kristínar Sævarsdóttir: "Rafhleðslustöðvar fyrir almenning eru mikilvægar og löngu tímabærar í Kópavogi. Brýnt er að umhverfissvið hraði þessari vinnu eins og hægt er."

Fundi slitið - kl. 18:33.