Umhverfis- og samgöngunefnd

151. fundur 19. apríl 2022 kl. 16:30 - 18:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson aðalmaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson, aðalmaður boðaði forföll og Guðjón Ingi Guðmundsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Birkir Rútsson Deildarstjóri gatnadeildar
Dagskrá

Almenn erindi

1.2108635 - Menningarstefna Kópavogsbæjar 2021

Lögð fram drög að menningarstefnu Kópavogs sem lista- og menningarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum þann 6. apríl 2022 til umfjöllunar í ráð og nefndum bæjarins. Lísa Z. Valdimarsdóttir kynnir.

Almenn erindi

2.2204206 - Göngu- og hjólastígur um botn Kópavogs

Kynning á fyrirhuguðum endurbótum á göngu- og hjólastíg um botn Kópavogs á milli sveitarfélagamarka Garðabæjar og Kópavogs og Kópavogstúns.
Umhverfis- og samgöngunefnd lítur jákvætt á framkvæmdina en bendir á að mikilvægt sé að umferð gangandi, hjólandi og akandi um botn Kópavogs sé sem minnst skert á framkvæmdatímanum t.d. með gerð auka akreinar á Hafnarfjarðarvegi.

Almenn erindi

3.2204207 - Göngu- og hjólastígur um Kópavogsháls

Kynning um endurbætur á göngu- og hjólastíg um Kópavogsháls á milli Kópavogstúns og Borgarholtsbrautar

Almenn erindi

4.2204208 - Göngu- og hjólastígur um Ásbraut

Kynning á stöðu hönnunar á endurbótum á göngu- og hjólastíg um Ásbraut
Indriði Stefánsson bókar, að kostir og gallar þess að taka umferðina í gegnum bílastæðahús við Hábraut 2 verði tekið til skoðunar.

Almenn erindi

5.2203665 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Umfjöllun um gæði vetrarþjónustu

Fyrirspurn nefndarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar um gæði snjómoksturs og vetrarþjónustu.
Lagt fram og kynnt. Umræður

Almenn erindi

6.2203369 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa. Virkni Klapp appsins

Fyrirspurn nefndarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar um virkni Klapp appsins.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir fulltrúa strætó bs. til að kynna virkni Klapp appsins á næsta fund nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.