Umhverfis- og samgöngunefnd

147. fundur 16. nóvember 2021 kl. 16:30 - 18:06 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varamaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
Fundargerð ritaði: Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.2110128 - Smárahvammsvegur - Nýtt Deiliskipulag

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Smárahvammsveg. Markmið tillögunnar eru að aðlaga götuna að umferðarmagni, auka umferðaröryggi, koma fyrir stofnstíg hjólreiða og aðlaga götumyndina og umhverfið að nýju skipulagi nálægra reita. Tillagan sem unnin er af VSÓ ráðgjöf er dags. 15. október 2021, uppdráttur og snið 1:1000, frumdrög/vinnugögn fylgja einnig dags. febrúar 2021.
Lagt fram og kynnt.

Bókun frá Jóni Magnúsi Guðjónssyni:
Einstefnu reiðhjólastígurinn niður Smárahvammsveginn er í sameiginlegu rými með bílum og strætó. Geri athugasemd við að stígurinn sé ekki settur í sérrými þar sem það virðist vera nægt pláss fyrir hann. Einnig að deila rýminu með strætó og tveimur stoppistöðvum er líklegt til að valda hjólreiðafólki vandræðum.

Gestir

  • Orri Gunnarsson - mæting: 16:30

Almenn erindi

2.2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga verkfræðisfotunnar Eflu f.h. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar dags. 8. nóvember 2021 að deiliskipulagi 3. áfanga Arnarnesvegar. Deiliskipulagið mótar skipulag fyrir nýjum 2 2 stofnveg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og inn á Breiðholtsbraut í Reykjavík. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum hringtorgum við gatnamót Rjúpnavegar og Arnarnesvegar og við gatnamót Vatnsendavegar og Arnarnresvegar. Þá er gert ráð fyrir fjögurra akreina brú yfir Breiðholtsbraut og tengingu með ljósastýrðum plangatnamótum. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskilinn hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum sem og meðfram Breiðholtsbrautinni og undir fyrirhugaða brú yfir Breiðholtsbraut. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú/vistloki yfir veginn.
Uppdráttur í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags 4. nóvember 2021 ásamt greinargerð dags. 8. nóvember 2021.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

3.2110841 - Borgarlínan í Kópavogi. Lota 2. Leiðarval.

Lagt fram minnisblað um valkostagreiningu á legu annarrar lotu Borgarlínu í Kópavogi frá Hamraborg að Smáralind. Minnisblaðið, dags. 14. október 2021, er unnið af Verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni í samráði við Strætó bs. og umhverfissvið Kópavogsbæjar.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

4.2003236 - Borgarlínan. Verk- og matslýsing aðalskipulagsbreytinga í Reykjavík og Kópavogi.

Lagt fram minnisblað um úrvinnslu umsagna sem fram komu á kynningartíma vinnslutillögu að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi og frumdragaskýrslu 1. lotu Borgarlínu. Minnisblaðið, dags. 14. október 2021 er unnið af verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni að beiðni umhverfissviðs Kópavogsbæjar.
Lagt fram.

Almenn erindi

5.2108507 - Hugmyndsamkeppni um útfærslu Reykjanesbrautar í Kópavogi

Lögð fram til kynningar keppnislýsing fyrir opna hugmyndasamkeppni um Reykjanesbraut og svæðiskjarna í Smára sem Kópavogsbær (útbjóðandi) heldur í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Keppnislýsingin er dags. 5. nóvember 2021.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.2111146 - Lýðheilsustefna 2022-2025

Lögð fram drög að endurskoðaðri lýðheilsustefnu í samráðsferli.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 18:06.