Umhverfis- og samgöngunefnd

144. fundur 31. ágúst 2021 kl. 16:30 - 17:45 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040

Lögð fram að nýju tillaga að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 9. mars 2021 að auglýsa tillögu að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 - dags. 24. nóvember 2021, uppfærð í febrúar 2021 - í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um auglýsingu aðalskipulagstillögu. Tillagan var uppfærð í febrúar 2021 með vísan til athugasemda Skipulagsstofnunar dags. 8. febrúar 2021. Í tillögunni kemur m.a. fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til næstu 20 ára. Enn fremur er kynnt umhverfismat aðalskipulagsins sem sett er fram í umhverfisskýrslu. Matið er unnið í samræmi við lög nr. 105 frá 2006 en markmið laganna er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða. Kynningartími var framlengdur um þrjár vikur til 27. maí 2021.
Kynningartíma lauk þann 27. maí 2021. Athugasemdir, ábendingar og umsagnir bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 7. júní 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Lögð er fram umsögn skipulagsdeildar dags. 2. júlí 2021 ásamt minnisblaði dags. 2. júlí 2021. Jafnframt er lögð fram uppfærð tillaga að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 ásamt landnotkunaruppdrætti dags. 2. júlí 2021. Á 142. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar 29. júní var erindið kynnt og lagt fram.
Umhverfis og samgöngunefndar samþykkir fyrir sitt leyti með tilvísan í 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 með áorðnum breytingum dags. 2. júlí 2021 ásamt umsögnum í greinargerð dags. 2. júlí 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

2.2106832 - Heilsuhringur við Kópavogstún

Lögð fram tillaga að útfærslu heilsuhrings við Kópavogstún þar sem gerðar verða tengingar við núverandi stíga svo úr verði um 700 m langur samfelldur hringur umhverfis túnið með æfingaaðstöðu, áningarstöðum, bekkjum, leiktækjum og fræðsluskiltum. Garðlönd við Kópavogstún verða færð til og ræktunarreitum fjölgað. Svæðið fellur undir hverfisvernd. Þá lögð fram skýringarmynd af fyrirhuguðum heilsuhring dags. 9. júní 2021. Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri gerir grein fyrir erindinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur að heilsuhringjum við Kópavogstún. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.21081201 - Kársnesbraut, færsla á gangbraut

Lögð fram tillaga frá gatnadeild að færslu á gangbraut á Kársnesbraut til vesturs.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir með tillögu um þörf að bæta umferðaröryggi á Kársnesbraut. Vísað til umhverfissviðs að kynna fyrir nefndinni útfærslur á Kársnesbraut frá Vesturvör að Sæbólsbraut.

Almenn erindi

4.21081290 - Álfhólsvegur, breyting á aðkomu á hliðargötu

Frá gatnadeild lögð fram tillaga að breytingu á þverun og aðkomu á hliðarveg við Álfhólsveg 43
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að útfærslu á hliðargötu við Álfhólsveg. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:45.