Umhverfis- og samgöngunefnd

136. fundur 02. febrúar 2021 kl. 16:30 - 19:30 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.2003236 - Borgarlínan. 1. lota. Vinnslutillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040.

Lögð fram vinnslutillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi dags. í janúar 2021. Viðfangsefni tillögunnar er nánari útfærsla fyrir Borgarlínuna í Kópavogi. Þar er lögð fram tillaga að legu, staðsetningu stöðva, áherslum á forgang og skipulag göturýmis. Jafnframt eru kynnt þau viðmið sem líta ber til við útfærslu Borgarlínunnar, hvort sem er í deiliskipulagi göturýmis eða hönnun innviða Borgarlínunnar. Rammahlutinn um 1. lotu Borgarlínunnar er ítarlegri stefna tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 til að tryggja framfylgd meginmarkmiða skipulagsins um Borgarlínuna. Viðfangsefni tillögunnar eru liður í því að stuðla að framfylgd samgöngusáttmála ríkis- og sveitafélaganna og tryggja framfylgd samgönguáætlunar 2020-2034. Kynning á vinnslutillögu að rammahluta er ætlað að tryggja að sjónarmið og ábendingar íbúa og hagaðila nýtist við mótun skipulagstillögu og hönnunarvinnu fyrir Borgarlínuna.
Samhliða kynningu á vinnslutillögunni verða kynnt frumdrög 1. lotu Borgarlínunnar, Ártúnshöfði - Hamraborg dags. í janúar 2021. Frumdrögin eru fylgigögn til hliðsjónar vinnslutillögunni. Hrafnkell Á. Proppé og Stefán Gunnar Thors frá Verkefnastofu Borgarlínu gera grein fyrir erindinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að framlögð vinnslutillaga að rammahluta tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi, verði kynnt ítarlega fyrir íbúum Kópavogsbæjar.

Almenn erindi

2.2011715 - Leiksvæði í Kópavogi, aðgerðaráætlun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. nóvember, lögð fram drög að aðgerðaráætlun fyrir leiksvæði í Kópavogi skv. greinargerð garðyrkjustjóra dags. 30. nóvember. Á fundi bæjarráðs 10. desember 2020 var samþykkt að vísa aðgerðaráætlun um endurnýjun leiksvæða í Kópavogi til umsagnar nefnda og ráða bæjarins.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

3.2011213 - Loftslagsstefna Kópavogsbæjar

Frá verkefnastjóra íbúatengsla, dags. 19. janúar, lagt fram minnisblað um gerð draga að loftlagsstefnu fyrir Kópavogsbæ.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til úrvinnslu umhverfis- og samgöngunefndar með vísan til minnisblaðs verkefnastjóra íbúatengsla.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna verkefnið áfram og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Almenn erindi

4.2006460 - Lakheiði, Lækjarbotnar. Skógræktaráætlun 2020.

Lögð fram að nýju skógræktaráætlun Kópavogs ásamt innsendum umsögnum. Á fundi skipulagsráðs 7. september 2020 kynnti Þórveig Jóhannsdóttir skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands drög að skógræktaráætlun á svæði sem lengi hefur verið skilgreint skógræktar- og uppgræðslusvæði í Aðalskipulagi Kópavogs.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð skógræktaráætlun verði send hagsmunaaðilum til umsagnar. Þá lagðar fram umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Skógræktinni, Landgræðslunni, Forsætisráðuneytinu, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Lagt fram og kynnt. Umsögnum vísað til úrvinnslu umhverfissvið og að kynna fyrir nefndinni þegar úrvinnslu umsagna er lokið.

Almenn erindi

5.2001040 - Gjaldskylda á Hamraborgarsvæði.

Kynnt verður staða á máli varðandi gjaldskyldu í Hamraborg.
Deildarstjóri gatnadeildar gerir grein fyrir stöðu mála.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að hefja gjaldtöku á svæðinu. Vísað til nánari útfærslu á valkostum 1 og 2 og frekari kynningar frá Umhverfissviði á næsta fundi nefndarinnar.

Almenn erindi

6.1803859 - Brúarhandrið á brú á Digranesvegi

Kynntar verða mögulegar útfærslur á brúarhandriðum á brúm yfir Hafnarfjarðarveg á Digranesvegi og Hamraborg. Til að uppfylla öryggisskilyrði þarf Vegagerðin að bæta árekstursstyrk handriða á brúnum sem í dag fullnægja ekki kröfum um öryggi og styrk.
Deildarstjóri gatnadeildar gerir grein fyrir stöðu mála.
Frestað.

Almenn erindi

7.2101840 - Ósk um uppsetningu á skiltum

Lagt fram erindi frá Sigurði Sigurbjörnssyni dags. 28.1.2021 varðandi ósk um heimild til uppsetningu á skiltum.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 19:30.