Umhverfis- og samgöngunefnd

135. fundur 08. desember 2020 kl. 16:30 - 18:30 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Kynning frá Vegagerðinni.

Erna Bára Hreinsdóttir frá Vegagerðinni gerir grein fyrir stöðu mála.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

2.2011526 - Beiðni um gangbraut og hraðahindrun við Álfaheiði 1-15

Lagt fram erindi Arnars Sigurjónssonar dags. 20.11.2020 fyrir hönd íbúa við Álfaheiði og nærliggjandi götur þar sem óskað er eftir að lögð verði gangbraut sem verði jafnframt hraðahindrun með umferðarmerkingum við vegarkaflan við Álfaheiði 1-15.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umsagnar umhverfissviðs og að koma með tillögu að útfærslu.

Almenn erindi

3.2011254 - Merkingakerfi fyrir ferðamannastaði og verndarsvæði

Gert grein fyrir stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.2011148 - Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2020

Lagt fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 26.10.2020 varðandi þátttöku í degi um fornarlömb umferðarslysa.
Að þessu sinni verður minninsdagurinn sniðinn að sérstökum aðstæðum í samfélaginu. Í stað hinnar árlegur minningarstundar við þyrlupalinn við Landspítalann í Fossvogi verður árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.-15. nóvember 2020.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

5.2009320 - Evrópsk samgönguvika 2020

Lögð fram greining, dags. 3. desember 2020, á gönguleiðum skólabarna og samantekt varðandi stöðu gönguleiða varðandi úttektarþætti eftir hverri gönguleið.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.2011120 - Hreinsun strandlengjunnar

Frá Veraldarvinum, dags. 5. nóvember, lagt fram erindi um þátttöku Kópavogsbæjar í umhverfisverkefninu Strandverðir Íslands sem felur í sér að strendur landsins verði hreinsaðar fram til ársloka 2025.
Á 3023 fundi Bæjarráðs, 13. nóvember, var afgreiðsla erindisins að Bæjarráð tekur jákvætt í erindið.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir með Bæjarráði og tekur jákvætt í erindið.

Almenn erindi

7.1310510 - Gámar í Kópavogi

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

8.2012079 - Vetrarþjónusta á stígum og aðgengi að salt og sandi

Lagt fram erindi Arnars Þórðarsonar dags. 26. nóvember 2020 varðandi vetrarþjónustu á stígum í Kópavogi og aðgengi íbúa að sandi og salti.
Lagt fram og kynnt. Umræður.

Fundi slitið - kl. 18:30.