Umhverfis- og samgöngunefnd

133. fundur 27. október 2020 kl. 16:30 - 18:30 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Gestir: Bjarki Bragason kl. 16.30 kynnir listaverkið.

Almenn erindi

1.1911457 - Umsókn um styrk frá lista- og menningarsjóði Kópavogs

Á 111. fundi lista og menningarráðs var tekið fyrir erindi Bjarka Bragasonar varðandi umsókn um styrk í lista- og menningarsjóð Kópavogsbæjar dags. 12.3.2020. Bjarki Bragason kynnti fyrir lista- og menningaráði hugmynd að útilistaverki í Kópavogi. Afgreiðsla lista- og menningarráðs var að líta jákvætt á erindið og óskað var eftir umsögn umhverfis- og samgöngunefndar um heppilegt landrými eða staðsetningu fyrir listaverkið og að nefndin myndi kalla á listamannin til að kynna hugmyndina fyrir henni.
Á 131. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 25. ágúst 2020 var erindið tekið fyrir og því frestað.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Almenn erindi

2.2010519 - Hætta við gatnamót Melgerðis og Vallargerðis, að Suðurbraut

Lagt fram erindi frá Dubravku Laufey Milkevic varðandi hættu sem skapast á gatnamótum Melgerðis og Vallargerðis að Suðurbraut sökum þess að það vantar gangbrautir og ekki er biðskylda. Hægri réttur er við gatnamót út frá einstefnugötum Vallargerðis og Melgerðis inn á Suðurbraut dagsett 27. ágúst 2020. Í erindi fylgja myndir.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að afnema hægri rétt frá Melgerði og Vallargerði inn á Suðurbraut og sett verði upp biðskylda. Gangbraut verði sett yfir Melgerði og Vallargerði meðfram Suðurbraut. Kostnaðarliðum vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.2010548 - Gatnamót Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar erindi frá Sigurði Sigurbjörnssyni

Lagt fram erindi frá Sigurði Sigurbjörnssyni varðandi ósk um að lagðar verðir fram samþykkir fyrir framkvæmdum á gatnamótum Borgarholtsbraut og Urðabrautar dagsett 19. ágúst 2020.
Lagt fram og kynnt. Deildarstjóri Gatnadeildar gerði grein fyrir málinu.

Almenn erindi

4.2010549 - Fyrirspurn varðandi starfsemi bílastæðasjóðs Kópavogs erindi frá Sigurði Sigurbjörnssyni

Lagt fram erindi frá Sigurði Sigurbjörnssyni varðandi óskum heildarsektir árið 2019, skipulag, tölfræði og skiptingu sekta milli íbúðar- og atvinnusvæða og samráð og samstarf við íþróttafélög um sektanir dagsett 19. ágúst 2020.
Lagt fram og kynnt. Deildarstjóri Gatnadeildar gerði grein fyrir málinu.

Almenn erindi

5.2010518 - Að komið verði á fót verkefni að koma upp þreifilistum erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi frá Indriði Stefánssyni varðandi að komið yrði á fót verkefni um að koma upp þreifilistum með upplýsingum fyrir blind og sjónskerta við gatnamót, stöppistöðvar og hugsanlega fleiri stöðum í sveitarfélaginu dagsett 12. október 2020.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Almenn erindi

6.2010517 - Óskað eftir kynningu á nýtingu metans sem eldsneyti í rekstri Kópavogsbæjar og Strætó bs. erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi frá Indriða Stefánssyni varðandi ósk um að fá kynningu á núverandi nýtingu metans sem eldsneyti í rekstri bæjarins og sem nýtingu á metani í akstri strætó dagsett 12. október 2020.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs og farið verði í vettvangsferð.

Almenn erindi

7.2010532 - Tillaga um loftslagssíðu á vef Kópavogsbæjar erindi frá Erlendi Geirdal

Lagt fram erindi frá Erlendi Geirdal varðandi tillögu um að Umhverfis- og samgöngunefnd hafi forgöngu um að sett verði upp sérstaka síðu á vef bæjarins sem tileinkuð yrði loftslagsmálum og ráðum gegn yfirvofandi vá af völdum hlýnunar jarðar. Vefsíðan væri bæjarbúum til fræðslu um hvað þeir geta gert til að minnka kolefnisspor sitt innan bæjarfélagsins, t.d. með þátttöku í verkefnum á vegum bæjarins, hvað hver getur gert í sínu nánasta umhverfi og hvað fyrirtæki geta gert dagsett 21. október 2020.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Almenn erindi

8.2010531 - Tillaga um samgöngustyrki fyrir starfsfólk Kópavogsbæjar erindi frá Erlendi Geirdal

Lagt fram erindi frá Erlendi Geirdal varðandi að Kópavogsbær bjóði starfsfólki sínu samgöngustyrki til að hvetja það til að ganga eða nota vistvænar samgöngur á ferðum til og frá vinnu dagsett 21. október 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd lítur jákvætt á erindið og mikilvægi samgöngusamnings við starfsmenn og vísar því til umsagnar umhverfissviðs.

Almenn erindi

9.2010530 - Fyrirspurn um Umhverfisstefnu Kópavogs erindi frá Erlendi Geirdal

Lagt fram erindi frá Erlendi Geirdal varðandi að Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs ber ábyrgð á umhverfisstefnunni og vinnur hana í samvinnu við allar deildir og stofnanir bæjarins hvað varðar framkvæmd og eftirlit og í samráði við íbúa. Stefnan verði endurskoðuð á þriggja ára fresti en núverandi stefna var samþykkt 2011 og að hvenær standi til að vinnu við uppfærslu Umhverfisstefnu bæjarfélagsins verði lokið dagsett 21. október 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir kynningu á vinnu við uppfærslu umhverfisstefnu og drög að loftlagsstefnu á næsta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.