Lögð fram tillaga að útfærslu á aðskilnað á umferð að Smáraskóla og bílastæðum austan Kópavogsvallar í samræmi við samþykkt umhverfis- og samgöngunefndar 2.6.2014.
Lagt fram og kynnt. Samþykkt einróma.
8.1411186 - Grenndargámar, útboð á þjónustu fyrir pappír, plast og gler
Lögð fram minnisblöð varðandi útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler dags. 27.11.2014.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að endurskoða þjónustu með grenndargáma og auka við sértæka söfnun.
9.1401719 - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013 - 2024 og frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003
Lagt fram minnisblað um framvindu á markmiðssetningu um meðhöndlun úrgangs í Kópavogi í samræmi við Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013 - 2024 og frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs dags 22.11.2014
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að leggja fram tímasetta framkvæmdáætlum um flokkun á plasti á næsta fundi nefndarinnar.
Hreggviður Norðdahl óskar eftir að mál varðandi gangbraut við Hábraut verði tekið á dagskrá undir önnur mál sem var samþykkt einróma.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að setja gangbraut á svæðinu.