Á 111. fundi lista og menningarráðs var tekið fyrir erindi Bjarka Bragasonar varðandi umsókn um styrk í lista- og menningarsjóð Kópavogsbæjar dags. 12.3.2020. Bjarki Bragason kynnti fyrir lista- og menningaráði hugmynd að útilistaverki í Kópavogi. Afgreiðsla lista- og menningarráðs var að líta jákvætt á erindið og óskað var eftir umsögn umhverfis- og samgöngunefndar um heppilegt landrými eða staðsetningu fyrir listaverkið og að nefndin myndi kalla á listamannin til að kynna hugmyndina fyrir henni. Á 131. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 25. ágúst 2020 var erindið tekið fyrir og því frestað.
Sökum aðstæðna í þjóðfélaginu voru viðurkenningar með öðrum hætti en hefur verið.
Andri Steinn Hilmarsson, formaður umhverfis- og samgönunefndar og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri veittu viðurkenningarhöfum umhverfisviðurkenningar.
Vikuna eftir afhjúpaði Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar götu ársins og afhendi viðurkenningu þess efnis til fjölbýlishúsahluta Lundar.