Umhverfis- og samgöngunefnd

113. fundur 01. apríl 2019 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.1901481 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 - nýtt tímabil 2018-2030

Greint frá stöðu mála við endurskoðun aðalskipulagins. Farið yfir áætlað byggðaþrón til ársins 2030, ferill og stöðu vinnunnar, fyrirhugað samráð og kynningar, helstu áætlanir m.a íbúaþróun og þau svæði sem helst verður horft til í endurskoðunninni. Þá verða kynnt drög að ákvæðum rammahluta aðalskipulagins fyrir eldri byggð bæjarins (á ódeiliskipulögðum svæðum), samgöngumál og umhverfismál.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:30.