Fundurinn er vinnufundur Umhverfis- og samgöngunefndar við að uppfæra Umhverfisstefnu Kópavogsbæjar í samræmi við breytingu á Staðardagskrá 21 yfir í Heimsmarkmiðin 17. Loftlags- og loftgæðaáætlun Kópavogsbæjar er hluti af vinnu við Umhverfisstefnu ásamt gróður og ræktunarmál, orkuskipti og orkuskiptaáætlanir, ljósvistarskipulag og lýsingarmál, útivistar og aðgengismál, uppbygging umhverfis fyrir vistvæna ferðamáta, kolefnisfótspor-, bókhald-, og binding, meðhöndlun úrgangs, grenndargerði og grenndargámastöðvar, umhverfisvottanir og umgengnisreglur, samfélagsleg ábyrg fyrirtæki í Kópavogi, forvarnir og fræðsla í umhverfismálum, skilti og auglýsingar í bæjarfélaginu, lagalegar skyldur nefndarinnar og náttúruvernd og náttúruverndarlög.