Frá Umhverfisfulltrúa lögð fram tillaga að útfærslu á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Fyrirtæki geta dregið úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum (GHL) og takið þannig þátt í baráttunni við neikvæðar loftslagsbreytingar af mannavöldum. Aðgerðir fyrirtækja í loftslagsmálum skipta sköpum og án þeirra er ólíklegt að þjóðir heims geti staðið við Parísarsáttmálann eða að Ísland nái loforði sínu um að verða kolefnishlutlaust fyrir árið 2040.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru 17 og undirmarkmið 169. Í Kópavogi verður undirmarkmiðum forgangsraðað og hafa alls 34 undirmarkmið Heimsmarkmiðanna verið valin til þess að mynda
yfirmarkmið í starfsemi bæjarins.
Kópavogsbær er leiðandi í innleiðingu Heimsmarkmiðana á Íslandi.
Öllum fyrirtækjum og stofnunum býðst að skrifa undir loftslagsyfirlýsinguna.
Aðilar að yfirlýsingunni eru því sammála um að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að setja sér markmið um að:
1. Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
2. Minnka myndun úrgangs, m.a. með því að nota minna af óendurvinnanlegu hráefni og umbúðum, endurvinna og endurnýta
3. Mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta.