Frá 2804 fundi bæjarráðs 14.1.2016.
Tekin fyrir að nýju tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni, sem var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð Kópavogs samþykkir með fimm atkvæðum að beina því til umhverfissviðs og umhverfis- og samgöngunefndar að meta hvort og með hvaða hætti Kópavogsbær geti sett sér sjálfstæð markmið, m.t.t. losunar gróðurhúsalofttegunda og minnkunar svokallaðs kolefnisspors, í samræmi við þau markmið sem sett voru á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember síðastliðnum.