Umhverfis- og samgöngunefnd - 90 (22.8.2017) -
Lagt fram erindi Vals Arnarssonar varðandi umferðaröryggi við Skálaheiði.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.
Umhverfis- og samgöngunefnd - 92 (17.10.2017) -
Umferðaröryggi við Skálaheiði Lagt fram erindi Vals Arnarssonar varðandi umferðaröryggi við Skálaheiði. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til umsagnar.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs að kvöð fyrir gangandi verði á umræddum stað og í framhaldinu gangbraut.
Þann 17. mars 2018 var erindi frá Kópavogsbæ varðandi kvöð um gönguleið innan lóða hosanna Hlíðarhjalla 41A, 41B, 41C, 41D og 41E sem liggur milli húsanna 41C og 41D var sent á íbúa húsanna.
Svar barst 30. mars 2018 frá Atla Már Guðmundssyni fyrir hönd íbúa og húsfélagsins Hlíðarhjalla 41 þars em íbúar Hlíðarhjalla 41A, 41B, 41C, 41D og 41E lýsa yfir samþykki því að kvöð verði sett á lóðina um göngustíga frá Hlíðarhjalla að Skálaheiði, að því gefnu að Kópavogsbær sjái um viðhald á stígnum í heild sinni.
Niðurstaða
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs að kvöð fyrir gangandi verði á umræddum stað og í framhaldinu gangbraut.
Kristín Hermannsdóttir var einróma kosin varaformaður Umhverfis- og samgöngunefndar.