Umhverfis- og samgöngunefnd

21. fundur 04. júní 2012 kl. 16:30 - 19:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Guðmundsson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1204283 - Umhverfisviðurkenningar 2012

Lögð fram tillaga að aðilum til viðurkenningar.

Tillögur kynntar og unnið verður áfram að málinu.

2.1004313 - Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Bláfjallafólkvangs

Lögð fram tillaga að endurskoðun á stjórn Bláfjallafólkvangs.

Tillagan er samþykkt og umhverfisfulltrúa falið að senda bréf á Umhverfisstofnun.

3.1205373 - Hringsjá á Smalaholt

Samstarfsverkefni Garðabæjar og Kópavogs um gerð og uppsetningu hringsjár á Smalaholti lagt fram.

Kynnt.

4.1103195 - Kópavogshafnir: Umsókn um Bláfánann

Á fundi bæjarráðs 12. maí 2011 var samþykkt að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að unnið verði áfram að málinu og leggur til að Ýmishöfn sæki um Bláfánann 2013. Í framhaldinu verði einnig sótt um Bláfánann fyrir Kópavogshöfn.

5.1011166 - Umgengni á atvinnusvæðum Kársnesi.

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 2. apríl 2012 var lögð fram og kynnt aðgerðaráætlun um hreinsun atvinnulóða á Kársnesi.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 14. maí 2012 var málið lagt fram á ný.
Málið kynnt og ákveðið að fara í aðgerðir með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 4. júní er staða málsins kynnt.

Samkvæmt könnun umhverfissviðs Kópavogs og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru tvær lóðir sem ekki stóðust kröfur um eldvarnir. Umhverfissvið Kópavogs og SHS vinna áfram að málinu. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að atvinnurekendur og lóðarhafar á Kársnesi hreinsi lóðir sínar sem fyrst. 

6.1203435 - Framkvæmdir, 2012

Lagður fram listi yfir framkvæmdir í tengslum við umferðaröryggisáætlun sumarið 2012.

Kynnt.

7.1002159 - Útikennslusvæði í Kópavogi

Lögð fram tillaga að gerð næstu útikennslusvæða fyrir leik- og grunnskóla í Kópavogi.

Kynnt og samþykkt.

8.1205001 - Minnisblað - aukning í þjónustu á leiðum hjá Strætó bs. í ágúst 2012

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 7. maí 2012 var óskað eftir upplýsingum um kostnað við leið 21 og breytingar á leið 28. Lögð fram gögn um málið.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna tillögu að biðstöð fyrir strætó við Reykjanesbraut í Kópavogi.

9.1006091 - Sorptunnur við göngustíga

Lögð fram tillaga að endurnýjun sorpíláta við göngustíga og á opnum svæðum í Kópavogi meðal annars með tilliti til flokkunar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarráð að á fjárhagsáætlun næsta árs verði gert ráð fyrir þessu.

Fundi slitið - kl. 19:00.