Umhverfis- og samgöngunefnd

41. fundur 14. október 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Steingrímur Hauksson
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Sólveig Helga Jóhannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Sólveig Helga Jóhannsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1310070 - Euro RAP, Ólafur Guðmundsson

Ólafur Guðmundsson frá Euro RAP fer yfir umferðaröryggi.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Ólafi Guðmundssyni fyrir góða kynningu.

2.1308613 - Fífulind

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 23.09.2013 var málinu frestað. Umhverfissvið hefur skoðað málið nánar og kynnir hugmynd að staðsetningu.

Samkvæmt umferðarskipulagi Kópavogs er gert ráð fyrir gangbraut og hraðahindrun í götunni. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir staðsetningu umhverfissviðs um gangbraut og hraðahindrun í Fífulind.

3.1309001 - Kambavegur, umferðaröryggi

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar, dags. 23.09.2013, var málinu frestað. Málið er tekið upp aftur og kynnir umhverfissvið staðsetningu á gangbraut á Kambavegi.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu og vill með þessu bæta umferðaröryggi á gönguleiðum skólabarna og vísar málinu til bæjarráðs.

4.1307245 - Skólagerði, bílastæði

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar, dags. 23.09.2013, var málinu frestað og er nú tekið upp að nýju. Lögð er fram kostnaðaráætlun.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar hugmyndir um breytingar í Skólagerði. Málinu er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

5.804471 - Göngu- og hjólastígar.

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar, dags. 24.06.2013, var umhverfissviði falið að vinna áfram í málinu. Lagt er fram minnisblað umhverfissviðs.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að unnin verði göngu- og hjólastíga áætlun til 5 ára.  

6.1309074 - Reykjavíkurflugvöllur, ónæði.

Borist hefur erindi frá íbúa, dags. 22.08.2013, þar sem spurt er um Reykjavíkurflugvöll og flugumferð.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfisfulltrúa að óska eftir upplýsingum frá Isavia.

7.1306785 - Viðbragðsáætlun vegna mengunar. Tillaga frá Margréti Björnsdóttur, Ómari Stefánssyni og Rannveigu Ás

Á fundi bæjarráðs, dags. 26.09.2013, var eftirfarandi bókað:
Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í viðbragðsáætlun um hreinsun á læk segir: "Ef mengunarslys er smávægilegt þá hreinsar lækurinn sig sjálfur".
Óska því eftir að umhverfisráð skýri betur hvernig metið verði stærð mengunarslysa.
Það er mitt mat að ef brugðist hefði verið við í Reykjavík þegar settjörnin fylltist, með réttum aðferðum, þá hefði lækurinn ekki verið hvítur í þessa þrjá daga. Eins væri auðvelt að hreinsa upp litlar brákir.
Ómar Stefánsson"
Bæjarráð óskar eftir að umhverfis- og samgöngunefnd svari fyrirgreindri fyrirspurn og frestar afgreiðslu.

Það er í verkahring viðbragðsaðila að meta umfang mengunar og fyrstu aðgerðir á slysstað.
Kópavogslækur er vaktaður 3 sinnum á ári af HHK. Niðurstöður mælinganna má finna á heimasíðu HHK.

Uppfærð viðbragðsáætlun er lögð fram og henni vísað til bæjarráðs til samþykktar.

8.1309346 - Grenndargámastöðvar í Kópavogi

Á fundi bæjarstjórnar, dags. 8.10.2013, var eftirfarandi bókað:
Ómar Stefánsson lagði til að lið 9, mál nr. 1309346, verði vísað að nýju til umhverfis- og samgöngunefndar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Ómars Stefánssonar með níu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.


Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að skoða málið nánar.

9.1309435 - Erindi um umgengni og ástand Auðbrekku

Á fundi bæjarráðs þann 26.09.2013 var málinu vísað til sviðsstjóra umhverfissviðs og umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu. Lögð eru fram gögn frá Hreint ehf., dags. 16.09.2013, þar sem óskað er eftir að Kópavogsbær sjái til þess að gerðar verði úrbætur á slæmri umgengni við Auðbrekku. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfissviðs.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði og HHK að fylgja málinu eftir og að gripið verði til viðeigandi aðgerða ef ekki verði brugðist við.

10.1309561 - Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands 2013

Lagt er fram erindi frá Skógræktarfélagi Íslands, dags. 25.09.2013, um ályktun aðalfundar félagsins þar sem skorað er á sveitarfélög og ríki að halda áfram framkvæmd og fjármögnun á gerð Græna stígsins ofan höfuðborgarsvæðisins allt frá Esjuhlíðum í norðri til Undirhlíða í suðri.

Kynnt.

11.1212033 - Vatnsveita Kópavogs

Lagt er fram bréf til Orkustofnunar, dags. 1.10.2013, ásamt skýrslu frá Vatnaskil, dags. október 2013.

Kynnt.

12.1310182 - Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2013.

Lagt er fram bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 24.09.2013, varðandi ársfund UST og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2013.

Kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:30.