52. fundur
29. júlí 2014 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
Hjördís Ýr Johnsonformaður
Jón Kristinn Snæhólmaðalfulltrúi
Hreiðar Oddssonaðalfulltrúi
Sigurður M Grétarssonaðalfulltrúi
Hreggviður Norðdahláheyrnarfulltrúi
Birgir Hlynur Sigurðssonskipulagsstjóri
Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði:Bjarki Valbergumhverfisfulltrúi
Dagskrá
1.1407208 - Kynning á starfi skipulags- og byggingardeildar
Stutt kynning á starfi skipulags- og byggingardeildar.
Kynnt.
2.1407237 - Vinir Vífilsfells - Óskað eftir samstarfi
Lagt fram erindi Sigurðar Sigurðarsonar, dags. 26.5.2014 þar sem óskað er eftir samstarfi við Kópavogsbæ varðandi málefni Vífilsfells.
Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar frumtaki Vina Vífilsfells og samþykkir erindið. Umhverfis- og samgönunefnd vísar fyrirhuguðum kostnaði varðandi fyrstu sex þætti erindisins til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.
3.1406365 - Hænsnahald í Kópavogi, fyrirspurn
Lagt fram erindi Helgu Jónsdóttur, dags. 22.5.2014 og erindi Steinars Snæbjörnssonar, dags. 16.6.2014 varðandi hænsna- og hanahald í Kópavogi.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfisfulltrúa að leggja til drög að samþykkt um hænsnahald í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis í samræmi við úrfærslur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
4.1406409 - Umferðamál - Ásakór - Ósk um hraðahindranir
Lagt fram erindi Erlu Sigurbjartsdóttur, dags. 14.6.2014 varðandi umferðarmál í Ásakór.
Samkvæmt umferðaskipulagi Kópavogsbæjar 2012 eru fyrirhugaðar tvær gangbrautir og ein hraðahindrun í umræddri götu. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.
5.1403648 - "Umbúðaþjóðfélagið"
Lagt fram minnisblað, dags. 25.6.2014 varðandi framvindu verkefnisins.
Lagt fram og kynnt.
6.1104046 - Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar
Lögð fram hjólreiðakönnun skv. Hjólreiðaáætlun Kópavogs dags. 26.6.2014 ásamt minnisblaði dags. 27.6.2014.
Lagt fram minnisblað dags. 26.6.2014 varðandi framvindu Umferðaröryggisáætlun Kópavogs.
Kynnt.
8.1401719 - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013 - 2024 og frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003
Lögð fram staðfesting á breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum (innleiðing tilskipunar 2008/98/EB, rafhlöður og rafgeymar, raf- og rafeindatæki) frá 27.5.2014 ásamt minnisblaði dags. 26.6.2014.
Lagt fram og kynnt.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir því að sett verði upp umferðahraða mælingarskilti á Digranesvegi eins fljótt og kostur gefst.