Umhverfis- og samgöngunefnd

62. fundur 17. febrúar 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
  • Arnar Örn Ingólfsson varamaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
  • Karl Eðvaldsson
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Arnar Örn Ingólfsson tók sæti fyrir Hjördísi Ýr Johnson.
Hreiðar Oddsson varaformaður sá um fundarstjórn í fjarveru formanns Hjördísar Ýrar Johnson.

1.1502138 - Garðlönd Kópavogsbæjar 2015

Lögð fram tillaga að fyrirkomulagi og leigugjaldi 2015 ásamt yfirlitsmynd frá garyrkjustjóra dags. 11.2.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma framlagðar tillögur.
Garðyrkjustjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.904223 - Skógarhjalli hraðahindranir / Dalvegur gangbraut

Lagt fram erindi Sigurðar Arnars Sigurðssonar varðandi Skógarhjalla dags. 15.1.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að gera tillögu að útfærslu á umræddum stað.

3.1412561 - Hlíðarhjalli Dalvegur gatnamót, athugasemdir.

Lagt fram erindi frá íbúa við Lækjarhjalla, dags. 15.12.2014 varðandi gatnamót Hlíðarhjalla og Dalvegar. Á fundi bæjarráðs 15.1.2015 var erindinu til umhverfis-og samgöngunefndar til úrvinnslu.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að gera tillögu að útfærslu á umræddum stað.

4.1401666 - Náttúran er ehf - endurvinnslukorts-app

Lagt fram erindi frá Náttúran.is varðandi rekstur miðlægs gagnasafns og upplýsingaveitu um endurvinnslu og sorphirðu dags. 21.1.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fresta ákvörðun þar til frekari þróun og fleiri sveitarfélög hafa staðfest þátttöku í verkefni.

5.1502350 - Bifreiðastöður í Melgerði

Lagt fram erindi Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur varðandi Melgerði dags. 4.12.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að vísa erindinu til úrvinnslu umhverfissvið.

6.1111331 - Íslenska frisbígolfsambandið - Kynningarerindi

Lagt fram erindi frá formanni íslenska frisbígolfsambandsins dags. 20.1.2015.
Hreiðar Oddson leggur fram tillögu að fresta erindinu og kalla eftir frekari gögnum fyrir næsta fund nefndarinnar.
Hreiðar Oddsson, Arnar Ingólfsson og Sigurður Grétarsson greiddu atkvæði með tillögunni en Einar Baldursson greiddi atkvæði gengn tillögunni.
Einar Baldursson bókar að hann vill fresta erindinu á meðan vinna við heildrænt skipulag Kópavogsdals á sér stað.
Gylfi Sigurðsson vék af fundi.

7.1502348 - Hjólaslóðar í Kópavogi

Lagt fram erindi Hjólafærni varðandi hjólaslóða í Kópavogi dags. 29.1.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar einróma erindinu en samþykkir einróma að fela umhverfisfulltrúa að vinna tilraunaverkefni í tenglum við þá hjólaslóða sem eru til staðar hjá sveitarfélaginu.

8.1502358 - Hjólaskóli Dr. Bæk

Lagt fram erindi Hjólafærni varðandi hjólaskóla Dr. Bæk dags. 29.1.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfisfulltrúa að vinna áfram með verkefnið og leita umsagnar menntasviðs með að vera með þriggja stunda kennslu í hjólafærni í hverjum grunnskóla Kópavogs á vordögum.

9.1412502 - Bláfánaumsókn 2015

Lögð fram tillaga að umsókn að Bláfána 2015 fyrir Ýmishöfn.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma fyrirliggjandi umsókn að Bláfána 2015 fyrir Ýmishöfn og vísar erindinu til bæjarráðs.

10.1412025 - Kjóavellir hesthúsahverfi, frágangur og umhirða.

Lagt fram erindin varðandi frágang og umhirðu á Kjóavöllum.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela umhverfissviði að sjá til þess að orðið verði við ábendingum heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis.

11.1401668 - Nærumhverfi Kópavogs - Umhirða og umgengni

Lagt fram erindi varðandi umhirðu og umgengni á nærumhverfi Kópavogs.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að styðja umhverfissvið til þess að umhirða og umgengni í Kópavogi verði betri.

12.1206519 - Markavegur

Lagt fram erindi deildarstjóra gatnadeildar varðandi umferðarhraða á Markavegi dags. 12.2.2015.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að á Markavegi verði auðkenndur 30 km umferðahraði sem er í samræmi við umferðaáætlun Kópavogsbæjar 2012. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til bæjarráðs.

Fundi slitið.