Umhverfis- og samgöngunefnd

15. fundur 23. janúar 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir formaður
  • Helgi Jóhannesson aðalmaður
  • Hákon Róbert Jónsson aðalmaður
  • Agla Huld Þórarinsdóttir varafulltrúi
  • Jón Haukur Ingvason varafulltrúi
  • Jón Ingi Guðmundsson
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Einnig sátu á fundinum áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokksins, Kristján Matthíasson, Gylfi Sigurðsson frá LRH og Einar Kristjánsson frá Strætó bs.

1.903018 - Umferðaröryggisáætlun

Staða vinnu við umferðaröryggisáætlun kynnt og tillaga lögð fram um dagsetningu á íbúafundi.

Kynnt og samþykkt að starfsfólk umhverfissviðs vinni að kynningu á málinu.

2.1101859 - Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 2011

Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs dags. 2. nóvember og 21. desember 2011 lagðar fram.

3.1201251 - Óskað eftir kostnaðaráætlun vegna bættrar lýsingar við gangbrautir grunnskóla og umferðarljósa Hagas

Fulltrúar Sjálfsstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn á fundi 7. nóvember 2011: Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir kostnaðaráætlun vegna bættrar lýsingar við gangbrautir grunnskóla Kópavogs. Einnig óska fulltrúarnir eftir kostnaðaráætlun vegna umferðarstillingar/umferðarnæmni umferðarljósa við Hagasmára í vestur/ suðurátt.

Lagt fram og nefndin leggur til að skoðaður verði möguleiki á því að setja upp svokallaða Akureyrarstaura þar sem hægt er við grunnskóla í bænum. Einnig leggur nefndin til að ljósastýringu á Smárahvammsvegi verði breytt.

4.1106217 - Erindisbréf umhverfis- og samgöngunefndar

Erindisbréf umhverfis- og samgöngunefndar sem samþykkt var í bæjarstjórn 10. janúar 2012 var lagt fram.

Lagt fram og kynnt.

5.1112266 - Ársskýrsla umhverfis- og samgöngunefndar

Ársskýrsla umhverfis- og samgöngunefndar 2011 var lögð fram en skv. lögum nr. 44/1999 um náttúruvernd ber náttúruverndarnefndum að skila inn ársskýrslu til Umhverfisstofnunar í lok hvers árs.

Lagt fram og kynnt.

6.1111494 - Grænt bókhald 2010

Lögð var fram skýrsla um Grænt bókhald ársins 2010.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir skýrslu um Grænt bókhald ársins 2010 og vísar henni til bæjarstjórnar.

7.1111502 - Verkefnaáætlun 2012- 2014, umhverfis- og samgöngunefnd

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 28. nóvember 2011 voru lögð fram drög að verkefnaáætlun nefndarinnar fyrir árin 2012- 2014.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 23. janúar 2012 voru drögin lögð fram á ný.

Frestað.

8.1112119 - Beiðni um styrk fyrir árið 2012

Lagt var fram erindi Ferlis dags. 6. desember 2011 þar sem óskað er styrkjar fyrir vefsíðuna www.ferlir.is. Á fundi bæjarráðs 15. desember 2011 var styrkbeiðninni vísað til umhverfis- og samgöngunefndar til afgreiðslu.

Umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að nefndin hafi engar fjárveitingar til styrkveitinga en leggur til við bæjarráð að umræddur styrkur verði veittur.

9.1104046 - Hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar

Lögð var fram tillaga að hjólaleiðakorti sem uppfært hefur verið samkvæmt ábendingum hjólreiðamanna. Einnig var lögð fram tillaga að forgangsröðun framkvæmda við hjólaleiðir og tillaga að tengingu meðfram Reykjanesbrautinni milli Mjóddar í Reykjavík og Lindahverfis.

Umhverfis- og samgöngunefnd líst vel á tillöguna.

10.1110216 - Vegna vinnu við leiðakerfisbreytingar 2012

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31. október 2011 var lagt fram erindi Strætó bs. dags. 14. september 2011 varðandi breytingu á leiðarkerfi Strætó bs. Einar Kristjánsson frá Strætó bs. kynnti efni bréfsins.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskaði eftir því að starfsmenn umhverfissviðs fari yfir leiðarkerfi Strætó bs. í Kópavogi og leggi fram tillögur um breytingar gerist þess þörf.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 23. janúar 2012 var málið lagt fram á ný ásamt niðurstöðu umhverfissviðs.

Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir niðurstöðu starfsmanna umhverfissviðs um að vísa málinu til heildarskoðunar hjá vinnuhópi um málefni Strætó.

11.1103252 - Framkvæmdir við Arnarnesveg

Lögð fram tillaga Vegagerðarinnar dags. 18. janúar 2012 að einföldun á Arnarnesvegi milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar.

Umhverfis- og samgöngunefnd er sátt við tillöguna og leggur áherslu á mikilvægi þess að framkvæmdinni verði hraðað.

12.1110270 - Beiðni um úrbætur vegna hraðaksturs í Daltúni

Lagt er fram erindi frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu dags. 17. október 2011 þar sem óskað er eftir ráðstöfunum til lækkunar hraða í götunni.

Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu á grundvelli þess að hverfið í heild sinni er merkt 30 km svæði með merkingum við allar innkomur. Nefndin samþykkir að sent verði bréf á öll heimili í götunni um að virða hámarkshraða.

13.1201064 - Hjallabrekka, umferðarskipulag

Lagt fram erindi íbúa við Hjallabrekku dags. 4. janúar þar sem óskað er lagfæringa á umferðarskipulagi í og við götuna.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til vinnu við umferðaröryggisáætlun.

14.1011349 - Dalvegur, umferðarskipulag

Lagðar voru fram tillögur að breyttu umferðarskipulagi á Dalveginum.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna heildar umferðarskipulag fyrir allan Dalveginn.

15.1112291 - Umferðartalning og umferðarhraði 2011

Lagðar voru fram niðurstöður hraðamælinga og umferðartalninga á Vatnsenda og í Fífuhvammi og niðurstöður hraðamælinga lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Kynnt og nefndin óskar eftir því að niðurstöðurnar verði kynntar íbúum og jafnframt vísað til vinnu við umferðaröryggisáætlun.

16.1201098 - Strætóbiðstöð við Kópavogsskóla

Lagt var fram erindi frá skólastjóra Kópavogsskóla dags. 9.desember 2011 þar sem óskað er eftir lagfæringu á biðstöð strætó á móts við skólann.

Nefndin tekur undir áhyggjur skólastjórnenda Kópavogsskóla og vísar erindinu til vinnu við umferðaröryggisáætlun sem gert er ráð fyrir að ljúki í vor.

17.1112300 - Farþegatalningar Strætó bs. 2011

Lagðar voru fram niðurstöður farþegatalningar Strætó bs. árið 2011.

Ánægjulegt er að sjá þá aukningu sem hefur orðið í farþegafjölda á innanbæjarleiðum í Kópavogi og sér í lagi góða reynslu af leið 28. Nefndin telur mikilvægt að góðri þjónustu Strætó bs. verði viðhaldið.

Önnur mál:
Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Framsóknarflokks. Metanbílar:
Ég legg til að umhverfissvið bæjarins verði falið að hefja umbreytingu á bílaflota sínum í metanbíla. Annað hvort með því að breyta núverandi bílaflota eða með kaupum á metanbílum þegar kaupa þarf bíla.
Sem stendur er metan mun ódýrara eldsneyti en bensín og díselolía þannig að kostnaður við umbreytingu bílanna myndi nást til baka á skömmum tíma. Að auki er metan töluvert umhverfisvænna eldsneyti ásamt því að vera innlend framleiðsla.
Með þessu væri hægt að draga úr rekstrarkostnaði við bílana, minnka kolefnisútblástur og skapa atvinnu.

Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir tillögu áheyrnarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 19:00.