Umhverfis- og samgöngunefnd

32. fundur 08. apríl 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Kristján Matthíasson aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Margrét Björnsdóttir formaður
  • Tryggvi Magnús Þórðarson áheyrnarfulltrúi
  • Svava Hrönn Guðmundsdóttir varafulltrúi
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Sólveig Helga Jóhannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Sólveig Helga Jóhannsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1303358 - Mælingar á loftgæðum í Kópavogi

Fulltrúi frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis kynnir mælingar á loftgæðum í landi Kópavogs.

Páll Stefánsson og Tore Skjenstad frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis kynntu annars vegar mælingar á loftgæðum almennt í þéttbýli Kópavogs og hins vegar í Lækjarbotnum. Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir erindið.

2.1111331 - Íslenska frisbígolfsambandið - Kynningarerindi

Sviðsstjóri kynnir tillögu að Frisbígolfvelli í Kópavogi.

Verkefnið er ekki á fjárhagsáætlun og því er ekki hægt að fara í það að svo stöddu.

3.1303359 - Grænt bókhald 2011

Lögð fram skýrsla um Grænt bókhald fyrir árið 2011

Lagt fram og kynnt. Athugasemdir og ábendingar skulu berast umhverfisfulltrúa fyrir 18. apríl n.k.

4.1304001 - Umhverfisviðurkenningar 2013

Óska þarf eftir tilnefningum vegna Umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2013.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að auglýsa eftir tilnefningum.

5.1304002 - Göngum í skólann - hvatningarverkefni

Umhverfisfulltrúi kynnir drög að nýju hvatningarverkefni, varðandi ferðamáta barna til og frá skóla.

Umhverfisfulltrúi kynnti verkefnið.

6.1302729 - Hálsatorg og nágrenni

Umhverfisfulltrúi kynnir tillögu að líflegu Hálsatorgi sumarið 2013.

Lagt fram og kynnt.

7.1304013 - Dagur umhverfisins - 2013

Dagur umhverfisins er haldinn árlega 25. apríl.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að auglýsa daginn á heimasíðu bæjarins og hvetur íbúa til að taka til í nærumhverfi sínu í tilefni dagsins.

8.1303357 - Kjóavellir - umhverfi hesthúsalóða

Lagðar fram ábendingar um óþrifnað við hesthúsalóðir á Kjóavöllum.

Umhverfissviði er falið að vinna áfram m.a. með fulltrúum frá hestamannafélaginu Spretti að bættri umgengni á svæðinu. Mikilvægt er að svæðið sé snyrtilegt þar sem það er í mikilli nálægð við íbúða- og íþróttasvæði. 

9.1304003 - Fuglavöktun í Kópavogi

Borist hefur erindi, dags. 03.03.2013, frá Jóhanni Óla Hilmarssyni og Ólafi Einarssyni varðandi talningu á fuglum í Kópavogi árið 2013.

Frestað.

10.1303307 - Samráðsfundur Skipulagsstofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga 2013

Dagskrá samráðsfundar Skipulagsstofnunar með sveitarfélögum kynnt.

Dagskrá kynnt.

11.1304053 - Umhirða - erindi frá íbúa

Lagt fram erindi frá íbúa, dags. 02.03.2013. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfissviðs.

Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að vinna að málinu og svara erindinu.

12.1212194 - Bílastæði í miðbæ Kópavogs

Ábending barst, dags. 04.04.2013, vegna fjölda bíla frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á bílastæðum við Hálsatorg.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á það að bílastæði við torgið eru fyrir viðskiptavini og felur umhverfissviði að benda Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á að bílastæði séu í bílastæðahúsi við Hábraut 4.

Fundi slitið - kl. 18:30.