Umhverfis- og samgöngunefnd

4. fundur 23. maí 2011 kl. 16:00 - 19:00 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1104033 - Heimsókn til Strætó

Fulltrúi Kópavogsbæjar í Strætó bs. lagði til að umhverfis- og samgöngunefnd færi í heimsókn til Strætó og kynntu sér starfsemi og aðstöðu þeirra sem var samþykkt á fundi nefndarinnar 9. maí 2011. Starfsfólk Strætó bs. fór yfir starfsemina (akstursdeild, þvottastöð, verkstæði, þjónustuver) og þau umhverfismál sem Strætó bs. er að vinna að.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Strætó bs. fyrir kynninguna á starfsemi þeirra.

2.1103104 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2011

Á fundi bæjarstjórnar 26. apríl 2011 voru eftirtalin kosin sem varamenn í umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs kjörtímabilið 2010- 2014.
Af A- lista:
Sigurður Grétarsson
Brynjar Örn Gunnarsson
Aldís Aðalbjarnardóttir
Af B- lista
Helgi Magnússon
Haukur Ingvarsson
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 23. maí 2011 var leiðrétt nafn eins varamanns sem er Jón Haukur Ingvarsson.
Á fundi bæjarstjórnar 10. maí 2011 var Agla Huld Þórarinsdóttir kosin varamaður í stað Brynjars Arnars Gunnarssonar.

3.1105115 - Samgönguáætlun og sóknaráætlanir landshluta

Lagðar voru fram upplýsingar um vinnu við gerð samgönguáætlunar fyrir 2011- 2022 og framkvæmdaáætlun hennar fyrir fyrsta fjögurra ára tímabilið. Skýrslur og upplýsingar varðandi verkefnið eru inni á heimasíðu innanríkisráðuneytisins og gefst öllum kostur á að senda inn athugasemdir fyrir 15. júní.

Lagt fram.

4.1103134 - Umhverfisviðurkenningar 2011

Frá árinu 1964 hafa verið veittar viðurkenningar vegna umhverfismála í Kópavogi með breyttu sniði í gegnum árin. Síðustu árin hafa verið veittar viðurkenningar fyrir: endurgerð húsnæðis, hönnun, frágang húss og lóðar á nýbyggingasvæðum, framlag til ræktunarmála, framlag til umhverfismála og framlag til umhverfis og samfélags. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 21. mars 2011 var umhverfissviði falið að annast undirbúning málsins.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 11. apríl voru kynntar viðurkenningar frá síðasta ári.
Umhverfis- og samgöngunefnd fól umhverfissviði að vinna áfram að málinu samkvæmt því sem fram kom á fundinum.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. maí 2011 voru lagðar fram tillögur að tilnefningum.
Málið rætt og umhverfissvið vinnur áfram að málinu.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 23. maí 2011 var málið lagt fram á ný.

Unnið verður áfram að málinu.

5.1105252 - Ársskýrsla Náttúrufræðistofu Kópavogs

Árskýrsla Náttúrufræðistofu Kópavogs fyrir árið 2010 var lögð fram.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.