Umferðarnefnd

364. fundur 17. september 2009 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Jón Ingi Guðmundsson ritari
Dagskrá

1.909198 - Kambavegur Hraðahindrun/Gangbraut

Fyrirspurn frá Dagbjörtu Diego um hvort fyrirhugað sé að setja Gangbraut eða hraðahindrun á Kambaveg, til að auka öryggi barna á leið í Hörðuvallaskóla.

Erindinu hafnað í bili en umferðanefnd leggur til kannað verði viðhorf íbúa þar sem mörg erindi eru um hraðahindranir í Kórahverfinu.   Hugsanlegt að gera viðhorfskönnun í hverfinu og íbúum sent bréf.

2.909202 - Fjallakór Hraðahindrun

Beiðni íbúa við Fjallakór um að sett verði hraðhindrun í götunni. Undirskrifatalisti.

Erindinu hafnað í bili en umferðarnefnd leggur til kannað verði viðhorf íbúa þar sem mörg erindi eru um hraðahindranir í Kórahverfinu.   Hugsanlegt að gera viðhorfskönnun í hverfinu og íbúum sent bréf.

3.909203 - Breiðahvarf umferðarhraði

Erindi frá Hlyni Erni, Breiðahvarfi 11 þar sem farið er fram á framkvæmdir til að lækka ökuhraða í götunni.

Umferðarnefnd telur að ekki sé hægt að verða við erindinu þar sem nú þegar eru tvær hraðahindranir í götunni auk einnar þrengingar.  Athuga má hvort bæta þurfi merkingar.

4.909205 - Hlíðarhjalli 68-76 Umferðaspegill og hraðahindrun.

Erindi frá Björgvini Gunnarssyni þar sem farið er fram á að settur verði umferðarspegill gengt Hlíðarhjalla 68-76 og ósk um hraðahindrun í botlanganum.

Umferðarspegill samþykktur en hraðahindrun hafnað.  Athuga þarf hvort ekki þurfi að snyrta gróður á horninu til að auka útsýni.

5.909206 - Flesjakór hraðahindrun

Erindi frá Önnu Maríu Ómarsdóttur ósk um hraðahindrun í Flesjakór

Erindinu hafnað í bili en umferðarnefnd leggur til kannað verði viðhorf íbúa þar sem mörg erindi eru um hraðahindranir í Kórahverfinu.   Hugsanlegt að gera viðhorfskönnun í hverfinu og íbúum sent bréf.

6.909207 - Lómasalir umferðarhraði

Erindi frá Jóhönnu Gunnarsdóttur varðandi umferðahraða í Lómasölum.

Umferðarnefnd leggur til að tæknideild láti mæla umferðahraða í Lómasölum og Salavegi og komi með tillögu að aðgerðum fyrir næsta fund.

7.907061 - Lómasalir og Salahverfi. Ósk um lækkun á hámarks umferðarhraða.

Erindi vísað úr bæjarráði til umferðanefndar til umsagnar.

Umferðarnefnd leggur til að tæknideild láti mæla umferðahraða í Lómasölum og Salavegi og komi með tillögu að aðgerðum fyrir næsta fund.

8.909208 - Athugasemd varðandi umferðaröryggi í Grænutungu,

Grænatunga athugasemd við umferðahraða ásamt hraðamælingu

Umferðarnefnd leggur til að 30 km. hlið verði sett við Digranesveg skv. 30 km. áætlun.

9.909272 - Baugakór Hraðahindrun

Erindi frá Eiríki Egilsyni ósk um fleiri hraðahindranir í Baugakór

 

Erindinu hafnað í bili en umferðarnefnd leggur til kannað verði viðhorf íbúa þar sem mörg erindi eru um hraðahindranir í Kórahverfinu.   Hugsanlegt að gera viðhorfskönnun í hverfinu og íbúum sent bréf.

Önnur Mál:

1. Kynnt að framkvæmdastjóri Framkvæmdasviðs hafi lagt til bið bæjaráð á setja hraðahindranir á Borgarholtsbraut, Kóraveg og Hlaðbrekku.

2. Helga Guðrún spyr um stöðu sektamálsins. Jón Ingi upplýsir að málið sé hjá Samgönguráðuneitinu.
Þarf að ýta á málið jóni Inga falið málið.

3.

Fundi slitið - kl. 19:00.