Umferðarnefnd

362. fundur 07. maí 2009 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Jón Ingi Guðmundsson ritari
Dagskrá

1.903018 - Umferðaröryggisáætlun

Sigurður Helgason mætir á fundinn og kynnir aðferðafræði við umferðaröryggisáætlun.


Umferðarnefnd þakkar Sigurði fyrir fróðlegt og áhugavert erindi og leggur til við bæjaráð að ganga til samninga við umferðarstofu um aðstoð við vinnu við umferðaröryggisáætlun fyrir Kópavog. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir.

2.904024 - Hraðakstur í Álfatúni.

Fyrirspurn frá Gunnsteini Sigurðssyni í bæjarráði.
Umferðarnefnd leggur til að kannað verði hvort ekki sé hægt að bæta við annari S þrengingu og leggur einnig til að merkingar og mössun verði aukin.

3.904223 - Auðbrekka hraðaminnkandi aðgerðir.

Erindi frá íbúa í Auðbrekku vegna hraðaminnkandi aðgerða.
Umferðarnefnd felur Tæknideild að leita leiða til að leysa þau vandamál sem hafa skapast við lokun Skeljabrekku við Nýbýlaveg og koma með lausnir á næsta fund.

4.904223 - Umferðarvöktun lögreglu yfirlit.

Kynntur samanburður á umferðahraða milli ára.
Lagt fram.

5.904223 - Skógarhjalli hraðahindranir / Dalvegur gangbraut

Frá íbúum í Skógarhjalla 6 þar sem farið er fram á haraðahindrun í Skógarhjalla. Einnig er farið fram á að stoppistöð Strætó á Dalvegi verði flutt eða að umferð gangandi yfir Dalveg tryggð.
Umferðarnefnd telur ekki rétt að setja hraðahindrun í Skógarhjalla. (gatan er mjög stutt)

Umferðanefnd minnir á að ætlunin er að seja ljósastýringu á gatnamót Dalvegar og Hlíðarhjalla og leysir það vandamál gangandi vegfarenda.

Fundi slitið - kl. 19:00.