Umferðarnefnd

367. fundur 25. mars 2010 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Jón Ingi Guðmundsson ritari
Dagskrá
Einar Kristjánsson sat fundinn fyrir hönd strætó.

1.707101 - Borgarholtsbraut, ósk um færslu á gangbraut.

Erindi frá í búum á Suðurbraut þar sem óskað er eftir lagfæringum á gangbraut á Borgarholtsbraut við Suðurvör.

Umferðarnefnd leggur til við tæknideild að öll gatan verði skoðuð m.t.t. 30 km hraða og minnir á að nefndinni leist vel lausn vinustofunnar Þverá dags. 11/11 2009 og leggur til að unnið verði áfram með þá hugmynd.

2.1003229 - Ósk um gangbraut á Dalsmára

Ósk um gangbraut og/eða hraðahindrun
á Dalsmára frá Sigurði Erni Magnasyni

Tæknideild falið að koma fyrir hraðahindrun (þrengingu og kodda) við Lækjasmára ekki síst í ljósi nýjustu hraðamælinga en það er þriðja árið í röð sem hraði mælist yfir viðmiðunarhraða í götunni.

3.810034 - Gulaþing. Hraðahindrun

Ósk um hraðahindrun í Gulaþingi frá Unni Maríu

Umferðarnefnd leggur til að sett verði hraðahindrun í Gulaþing skv. 30. km áætlun.

4.1003230 - Hlíðarvegur, gangbrautir

Erindi frá Óskari Ólafi Arasyni um gangbrautir á Hlíðarveg.

Umferðanefnd tekur undir með bréfritara og felur tæknideild að merkja gangbrautir á Hlíðarveg í samræmi við 30. km. áætlun til að tryggja gönguleiðir skólabarna.

5.1003231 - Hraðahindranir í Fróðaþing

Umferðarnefnd telur að þær aðgerðir sem gerðar hafa verið í samræmi við 30. km. áætlun séu nægjanlegar.

Auðbrekka: erindi Frá Hreint ehf. um hraðahindranir. umferðarnefnd vísar í fyrri bókanir um málið.

Er ekki kominn tími til að klippa, auglýsing garðyrkjustjóra. Umferðanefnd tekur undir með garðyrkjustjóra og hvetur menn til að halda sjónlínum hreinum við lóðamörk einkum við gatnamót.

Umferðanef

Fundi slitið - kl. 19:00.