Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar:
"Bæjarstjórn Kópavogs láti skoða kosti og galla þess að innrita börn í grunnskóla og leikskóla bæjarins tvisvar á ári. Tillagan og greinargerðin verði kynnt skólastjórnendum leik- og grunnskóla í Kópavogi og leitað umsagnar þeirra. Skýrsla verði lögð fyrir bæjarstjórn Kópavogs eigi síðar en á fyrsta fundi bæjarstjórnar í desember 2014.
Pétur Hrafn Sigurðsson Ása Richardsdóttir"
Bæjarstjórn samþykkir með tíu atkvæðum að fela menntasviði að skoða kosti og galla þess að innrita börn í grunnskóla og leikskóla bæjarins tvisvar á ári. Greinargerð þar um verði lögð fyrir bæjarstjórn á fundi í apríl 2015. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.