Skólanefnd

73. fundur 25. ágúst 2014 kl. 17:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Örn Karlsson aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðrún Jónína Guðjónsdóttir aðalfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson fulltrúi skólastjóra
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

1.1311196 - Ýmis gögn skólanefndar

Gögn afhent.
Formaður skólanefndar kynnti helstu gögn skólanefndar.

2.1408250 - Fundaráætlun skólanefndar 2014-2018

Tillaga lögð fram.
Tillagan samþykkt.

Bergljót Kristinsdóttir fulltrúi Samfylkingar og Gísli Baldvinsson fulltrúi Vinstri grænna og félagshyggjufólks, lögðu fram eftirfarandi bókun:
"1. Skólanefnd er ekki boðuð til starfa fyrr en við lok ágústsmánaðar eftir að allt skólahald er hafið og undirbúningur að baki. Ef litið er til bæjarfélaga af svipaðri stærð sést að haldnir hafa verið 2- 3 fundir eftir bæjarstjórnarkosningar.
2. Fjöldi funda fram að áramótun er i knappara lagi. Til að mynda er einungis gert ráð fyrir einum fundi í október, en þá fer fram mótun fjárhagsáætlunar fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn. Áréttað er um leið að saman fer faglegt og fjárhagslegt samráð við fastanefndir bæjarstjórnar.
3. Aðferðafræði sem notuð er við útdeilingu fjármagns til skóla bæjarins liggur ekki fyrir hjá Skólanefnd. Við gerum kröfu um að Skólanefnd fái upplýsingar um þá aðferðafræði sem nú er notuð.
4. Skólanefnd þarf að hafa aðkomu að áætlanagerð sem snýr að skólastarfi í bænum. Við teljum það sjálfsagt vinnulag að Skólanefnd yfirfari áætlanagerð á vinnslustigi áætlanagerðar.
Meirihlutinn hefur lagt á það áherslu að leggja beri áherslu á skólahald í málefnasamningi sínum og eru það því vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir meira samráði og samvinnu í skólanefnd."

Úhlutunarreglur hafa ávalt legið fyrir og verða kynntar í nýrri skólanefnd eins og áður. Skólanefnd óskar eftir að fá kynningu á næsta fundi.

3.1406068 - Ytra mat á grunnskólum - Waldorfskólinn valinn

Tilkynning á vali lögð fram.
Skólanefnd fagnar vinnu við ytra mat í grunnskólum Kópavogs.

4.1404571 - Skóladagatal og starfsáætlun 2014-2015

Skóladagatal Kársnesskóla lagt fram aftur.
Skóladagatal samþykkt.

5.1404506 - Skóladagatal og starfsáætlun 2014-2015

Skóladagatal Kópavogsskóla lagt fram aftur.
Skóladagatal samþykkt.

6.1404567 - Skóladagatal og starfsáætlun 2014-2015

Skóladagatal Smáraskóla lagt fram aftur.
Skóladagatal samþykkt.

7.1404311 - Skóladagatal og starfsáætlun 2014-2015

Skóladagatal Snælandsskóla lagt fram aftur.
Skóladagatal samþykkt.

8.1404323 - Skóladagatal og starfsáætlun 2014-2015.

Skóladagatal Salaskóla lagt fram aftur.
Afgreiðslu skóladagatals er frestað og vísað til skólans til endurskoðunar.

9.1301085 - SSH - endurmenntun kennara

Stöðuskýrsla lögð fram og verkefni kynnt (http://ssh.menntamidja.is/).
Stöðuskýrsla kynnt.

Fundi slitið.