Skólanefnd

17. fundur 20. september 2010 kl. 17:15 - 19:15 í Digranesskóla
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir Deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd skoðaði húsnæði Álfhólsskóla í Digranesi og þær breytingar og endurbætur sem gerðar voru þar á liðnu sumri. Að því búnu sögðu skólastjórar Álfhólsskóla frá aðdraganda sameiningar og vinnunni í kringum hana og lögðu fram gagnasafn þar að lútandi: Gögn um sameiningu Digranes- og Hjallaskóla

1.1009159 - Álfhólsskóli, styrkbeiðni vegna námskeiðsferðar í október 2010.

Meginmarkmið ferðar er að styrkja hópinn og skoða skóla. 65 starfsmenn fara í ferð.

 Skólanefnd úthlutar Álfhólsskóla styrk að upphæð 250.000 kr.

2.1008108 - Styrkbeiðni frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

Eftirfarandi er bókað í bæjarráði 26/8 2010:
""Bæjarráð vísaði erindinu til afgreiðslu skólanefndar.""

Eftirfarandi var bókað í skólanefnd 6/9 2010:
""Skólanefnd biður deildarstjóra grunnskóladeildar að safna upplýsingum um nýsköpunarkennslu og þátttöku grunnskóla Kópavogs í nýsköpunarkeppni.""

Deildarstjóri grunnskóladeildar mun gera grein fyrir þátttöku grunnskóla Kópavogs í nýsköpunarkeppnum liðinna ára.

Skólanefnd samþykkir 50.000 kr. styrk.

3.1007152 - Skólahreysti óskar eftir styrk fyrir árið 2010

Frá Icefitness ehf., dags. í júlí, umsókn um styrk að upphæð 200.000 kr. vegna Skólahreysti 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til forvarnanefndar til afgreiðslu 22/7 2010.

Forvarnarnefnd hafnar beiðni 7/9 2010 með þessum orðum:
""Þar sem fjárveiting nefndarinnar leyfir ekki frekari styrki á árinu sér nefndin sér ekki fært að styrkja verkefnið.""

Eftirfarandi bókað í bæjarráði 9/9 2010:
""Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar til afgreiðslu.""

Skólanefnd veitir Skólahreysti 100.000 kr styrk.

4.1008184 - Kynjafræði fyrir kennara. Jafnréttisnámskeið.

Kynning á námskeiði sem jafnréttisnefnd sá um fyrir kennara í grunnskólum Kópavogs.

Skólanefnd fagnar framtakinu og hvetur til áframhaldandi vinnu.

5.1006452 - Skólaakstur úr Þingahverfi í Vatnsendaskóla

Eftirfarandi var bókað í bæjarráði 22/7:

""Bæjarráð samþykkir að nú þegar gönguleiðir að Vatnsendaskóla hafa verið bættar og lýsing aukin verði skólaakstur lagður af.
Fræðslusviði verði falið að kynna gönguleiðir fyrir foreldrum.""

Erindi frá foreldrum í Þingahverfi vísar bæjarráð til skólanefndar til afgreiðslu 6/9 2010.

Skólanefnd felur grunnskóladeild að vinna áfram að málinu.

Formaður skólanefndar fer yfir stöðu máls.


Skólanefnd vísar málinu aftur til bæjarráð.

Annað:

Deildarstjóri grunnskóladeildar kynnti sameiginlegan starfsdag grunnskóladeildar og grunnskóla Kópavogs.

Formaður skólanefndar kynnti alþjóðadag kennara. Af því tilefni mun skólanefnd færa grunnskólum Kópavogs bókina, Skóli og skólaforeldrar. ný sýn á samstarfið um nemandann. eftir Nönnu Kr

Fundi slitið - kl. 19:15.