Skólanefnd þakkar skólastjóra Álfhólsskóla fyrir einstakar veitingar og áhugaverða kynningu.
1.1201071 - Eftirlit með skólalóðum
Garðyrkjustjóri kemur og kynnir.
Skólanefnd þakkar Friðriki Baldurssyni, garðyrkjustjóra fyrir góða kynningu á ytra og innra eftirliti með skólalóðum.
2.1506827 - Kópavogsskóli-óskar eftir heimild til að stofna deild f.5 ára.
Sérfræðingur kemur í heimsókn að beiðni skólanefndar.
Þórunn Jónasdóttir, sérfræðingur í skilum skólastiga svaraði fyrirspurnum nefndarmanna og þakka þeir fyrir. Skólanefnd óskar eftir að Menntasvið setji fram tillögu um áframhaldandi vinnu í tengslum við sveiganleg skil skólastiga.
3.1509858 - Fermingafræðsla á skólatíma.
Erindi frá Siðmennt lagt fram.
Skólanefnd óskar eftir að Menntasvið leggi fram tillögu að svari til siðmenntar á næsta fundi nefndar.
4.14011128 - Mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi
Lykiltölur lagðar fram.
Lykiltölur lagðar fram og teknar til umræðu á næsta fundi nefndar.
5.15083220 - Eftirfylgni með könnun á innleiðingu laga
Erindi frá Mennta- og Menningarmálaráðuneyti lagt fram ásamt svörum frá grunnskólum.