Skólanefnd

19. fundur 18. október 2010 kl. 17:15 - 19:45 í Kópavogsskóla
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Guðmundur Ásmundsson skólastjóri Kópavogsskóla kynnti starfið í skólanum. Skólanefnd þakkar góða kynningu á áhugaverðum verkefnum í skólastarfinu.

1.809099 - Starfsreglur fyrir Dægradvöl

Tillögur um breytingar á starfsreglum Dægradvala er varðar börn með sérþarfir og uppfærslu á innheimtuleiðum.

Ákveðið var að skipa nefnd til að endurskoða í heild starfsreglur Dægradvala.

2.910003 - Fjöldi barna í Dægradvöl

Umræða um mönnun í Dægradvöl.

Kennslu- og eftirlitsfulltrúi grunnskóladeildar kynnti málið. Tillögur ræddar.

3.1010039 - Krafa um að farið verði eftir starfsreglum um dægradvalir

Bréf frá formanni Starfsmannafélags Kópavogs lagt fram til kynningar.

Bréf kynnt og rætt.

4.1006098 - Erindi frá trúnaðarmönnum Digranes- og Hjallaskóla

Á fundi skólanefndar, 7. júní 2010, var gerð eftirfarandi bókun: Skólanefnd vísar erindinu til umsagnar skólastjóra og fræðsluskrifstofu.

Svör fræðslustjóra og skólastjóra verða lögð fram.

Skólanefnd leggur til að fræðslustjóri skýri umsögn sína og bendir á að formlegt svar hefur ekki borist nefndinni. Skólanefnd harmar ferli málsins.

Magnúsarlundur verður vígður miðvikudaginn 20.okt. kl.10:00. Skólanefnd er boðin velkomin.

Fundi slitið - kl. 19:45.