Skólanefnd þakkar skólastjóra Kópavogsskóla kynningu á áhugaverðu verkefni og góðar veitingar.
1.1511157 - Tillaga um að birta fylgiskjöl m.fundargerðum fastanefnda.
Bæjarritari kemur og svarar erindi.
Páll Magnússon bæjarritari svaraði erindi Gísla Baldvinssonar um að skólanefnd beindi því til bæjarstjórnar og stjórnsýslu að birt verði öll fylgiskjöl með fundargerðum fastanefnda, nema um trúnaðarmál sé að ræða. Tillagan var borin upp og greiddi Gísli Baldvinsson atkvæði með henni en Margrét Friðriksdóttir, Helgi Magnússon, Ólafur Örn Karlsson Ragnhildur Reynisdóttir og Bergljót Kristinsdóttir sátu hjá.
2.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar
Verkefnastjóri kemur í heimsókn.
Björn Gunnlaugsson, verkefnastjóri sagði frá stöðu mála.