Skólanefnd

94. fundur 16. nóvember 2015 kl. 17:15 í Kópavogsskóla
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Örn Karlsson aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
  • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Guðrún G Halldórsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar skólastjóra Kópavogsskóla kynningu á áhugaverðu verkefni og góðar veitingar.

1.1511157 - Tillaga um að birta fylgiskjöl m.fundargerðum fastanefnda.

Bæjarritari kemur og svarar erindi.
Páll Magnússon bæjarritari svaraði erindi Gísla Baldvinssonar um að skólanefnd beindi því til bæjarstjórnar og stjórnsýslu að birt verði öll fylgiskjöl með fundargerðum fastanefnda, nema um trúnaðarmál sé að ræða. Tillagan var borin upp og greiddi Gísli Baldvinsson atkvæði með henni en Margrét Friðriksdóttir, Helgi Magnússon, Ólafur Örn Karlsson Ragnhildur Reynisdóttir og Bergljót Kristinsdóttir sátu hjá.

2.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar

Verkefnastjóri kemur í heimsókn.
Björn Gunnlaugsson, verkefnastjóri sagði frá stöðu mála.

3.1511090 - grunnskóladeild-starfsreglur sérúrræða

Starfsreglur sérdeilda og sérúrræða lagðar fyrir skólanefnd samkvæmt breytingum á reglugerð um stuðning við nemendur með sérþarfir.
Skólanefnd samþykkir starfsreglur með öllum greiddum atkvæðum.

4.15083220 - Eftirfylgni með könnun á innleiðingu laga

Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti sem frestað var á fundi skólanefndar þann 19. október lagt fram ásamt svörum frá skólunum.
Lagt fram.

5.1509858 - Fermingafræðsla á skólatíma.

Tillaga að svari við bréfi Siðmenntar til skólanefndar lagt fram að beiðni nefndar.
Svar til Siðmenntar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

6.1509109 - Móttaka flóttafólks

Anna Birna Snæbjörnsdóttir sagði frá stöðu mála.

Fundi slitið.