Skólanefnd þakkar Helga Halldórssyni fyrir móttökurnar og óskar skólanum til hamingju með nýja og glæsilega unglingadeild.
1.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar
Verkefnastjóri kemur og segir frá stöðu mála.
Björn Gunnlaugsson, verkefnastjóri upplýsti nefndina um afhendingu spjaldtölva til nemenda.
2.1506827 - Kópavogsskóli-óskar eftir heimild til að stofna deild f.5 ára.
Skólastjóri Kópavogsskóla kemur á fund nefndar samkvæmt ósk hennar frá því í vor.
Guðmundur Ásmundsson, skólastjóri Kópavogsskóla kynnti hugmyndir skólans um stofnun 5 ára bekkjardeilda við skólann. Skólanefnd óskar eftir að fá sérfræðinga á þessu sviði á fund nefndarinnar.
3.14011128 - Mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi
Skipulag á mati og eftirliti lagt fram til umræðu.
Formaður skólanefndar Margrét Friðriksdóttir kynnti hlutverk og ábyrgð skólanefndar varðandi mat og eftirlit sveitarstjórna með skólastarfi.
4.1310107 - Skólaþing Kópavogs
Kynning á dagskrá.
Skólanefndarmönnum er boðið að taka þátt í Skólaþingi.
5.1509342 - Tillaga um gjaldfrjálsan grunnskóla í Kópavogi frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur
Skólanefnd óskar eftir tölulegum upplýsingum um málið frá menntasviði.
Skólanefnd býður Guðrúnu G. Halldórdóttur áheyrafulltrúa skólastjóra í nefndinni velkomna