Skólanefnd

67. fundur 20. janúar 2014 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Bragi Þór Thoroddsen aðalfulltrúi
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Alexander Arnarson varafulltrúi
  • Erla Karlsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigríður Gísladóttir aðalfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
  • Marta Kristín Sigurjónsdóttir foreldrafulltrúi
  • Friðþjófur Helgi Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1401175 - Ársskýrsla Álfhólsskóla

Lögð fram til kynningar.

Skólanefnd fagnar ársskýrslu Álfhólsskóla.

2.1302390 - Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni. Álfhólsskóli valinn

Umbótaáætlun vegna ytra mats í Álfhólsskóla kynnt.

Skólanefnd samþykkir vel unna aðgerðaáætlun Álfhólsskóla.

3.1401173 - Pisa 2012

Árangur og einkenni grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu í alþjóðlegu samhengi. Drög að skýrslu kynnt.

  Skólanefnd fagnar niðurstöðum og vekur athygli á að nemendur í Kópavogi eru í sókn.                                                                                                                                                                       

4.701026 - Verklagsreglur Menntasviðs Kópavogs um viðbrögð við ofbeldi gagnvart börnum

Lagðar fram til kynningar

Kynnt skólanefnd.

5.1401179 - Svar við bréfi foreldrafélags Kópavogsskóla frá skólaráði skólans

Lagt fram.

Bréf kynnt og rætt.

6.1107041 - Skóladagatal - Samræming skipulagsdaga leik- og grunnskóla

Skóladagatal fyrir skólaárið 2014 - 2015 lagt fram.

Skólanefnd samþykkir samræmt skóladagatal 2014 - 2015 fyrir leik- og grunnskóla.

7.1311058 - Umræða um fjárhagsáætlun

Svar við ósk skólanefndar um samanburði á gjaldskrám mötuneyta grunnskólanna í nágrannasveitarfélögum lagt fram.

Erla Karlsdóttir vék af fundi kl. 18:50.

 

Skólanefnd ræddi niðurstöður samantektar.

8.1111518 - Aðalnámskrá grunnskóla - innleiðing í Kópavogi 2012 -2014

Fræðslufundarröð kynnt.

Dagskrá lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:15.