Skólanefnd

42. fundur 07. maí 2012 kl. 17:15 - 19:15 í Álfhólsskóla
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Þór Heiðar Ásgeirsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Haukur Gíslason kennarafulltrúi
  • Guðrún Soffía Jónasdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Erlendur H Geirdal foreldrafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar skólastjóra Álfhólsskóla áhugaverða og greinargóða kynningu á skólastarfinu og vel heppnaðri sameiningu Álfhólsskóla.

1.1204094 - Úthlutun styrkja til tónlistarnáms í tónlistarskólum utan sveitarfélags

Drög að nýjum reglum lögð fram til kynningar og frestað til næsta fundar.

2.904143 - Breyting á stjórnun

Skólanefnd mælir með því að bæjarráð samþykki erindi skólastjóra um að leggja niður 50% stöðu deildarstjóra við sérdeild einhverfra við Álfhólsskóla.

3.1204091 - Fagráð eineltismála

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur staðið fyrir stofnun fagráðs um eineltismál. Ráðuneytið hefur staðfest verklagsreglur fyrir ráðið.

Lagt fram til kynningar, skólanefnd fagnar stofnun fagráðs.

4.1204252 - Skóladagatal og starfsáætlun 2012-2013

Farið yfir lagalegt umhverfi og viðmið.

Lagt fram minnisblað grunnskóladeildar fyrir mat á skóladagatali. Skólanefnd þakkar góða samantekt.

5.1205033 - Gæsla á skólalóð Kársnesskóla. Erindi frá foreldrum

Erindi frá foreldrum lagt fram.

 Skólanefnd vísar erindinu til menntasviðs til úrlausnar í samvinnu við skólastjóra Kársnesskóla.

6.1204387 - Kennarar sem fara á eftirlaun verði ekki ráðnir til kennslu

Erindi frá kennara lagt fram.

Bæjarráð hefur þegar vísað erindinu til sviðstjóra menntasviðs til umsagnar.

7.1203393 - Tenging hjóla- og göngustíga við Garðabæ. Tillaga um að viðræður fari fram við Garðabæ um tengingu g

Bæjarráð hefur þegar samþykkt tillöguna fyrir sitt leyti og vísar erindinu til umræðu, m.a. í skólanefnd.

Skólanefnd fagnar tillögunni og hvetur til framkvæmda.

8.1203351 - Stærðfræðikeppnin BEST fyrir 9. bekki grunnskóla

Ósk um styrk til Kópavogsbæjar fyrir stærðfræðikeppnina BEST í formi húsnæðis og veitinga. Bæjarráð fjallaði um málið og vísar erindinu til skólanefndar til úrvinnslu.

 Eftirfarandi bókun var lögð fram:

"Á fundi bæjarráðs 3. maí sl. kom fram að stærðfræðikeppnin BEST hafi verið styrkt um kr. 300.000,- og að þeirri umsókn hafi verið vísað til skólanefndar 29. mars sl. til umsagnar. Sökum fundafæðar fékk skólanefndin aldrei tækifæri til að fjalla um umsóknina og var hún afgreidd án nokkurrar umræðu í fagnefndum bæjarins. Formaður bæjarráðs bókaði 3. maí  á fundi bæjarráðs að upplýsingar hefðu borist henni  (formanninum) um að ...bæjarráð hefði yfirleitt afgreitt erindi frá þessum aðilum.“. Spurt er:

1.      Hver veitti formanni bæjarráðs þær upplýsingar um að bæjarráð hefði oftast afgreitt þetta erindi?

2.      Á hvaða fundum bæjarráðs hefur slík (BEST eða KappAbel) umsókn einhliða verið afgreidd?

3.      Hvernig var upphæð styrksins ákveðin, þar sem engin upphæð var tilgreind í erindi umsjónarmanns keppninnar til bæjarráðs?

4.      Hvaða reglur gilda um hvaða styrkbeiðnir, er snúa að skólastarfi í Kópavogi, eigi að taka fyrir í skólanefndinni?

Þór Ásgeirsson, fulltrúi Samfylkingarinnar

Hreggviður Norðdahl, fulltrúi Vinstri grænna."

9.1205159 - Fundir skólanefndar - töf á fundum

Eftirfarandi bókun var lögð fram:

"Undirritaður vill benda á að liðnar eru sex vikur frá síðasta fundi skólanefndar. Slík töf á fundum er alvörumál og ekki góð stjórnsýsla. Mörg mál bíða afgreiðslu skólanefndarinnar og má þar nefna stefnumótun í skólamálum og framtíðarsýn tölvumála, ásamt ýmissa fyrirspurna, en þessi mál munu ekki verða afgreidd ef frekari tafir verða á fundum nefndarinnar. Mikilvægt er því að funda reglulega og á sama tíma til að málefnin hlaðist ekki upp og að fundarmenn geti skipulagt sig betur í framtíðinni. Bent er á að kjörnir eru varamenn til að sinna störfum skólanefndar í forföllum aðalmanna.

Þór Ásgeirsson, fulltrúi Samfylkingarinnar."

 

Formaður skólanefndar Rannveig Ásgeirsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bent skal á að m.a. páskafrí og tafir á afgreiðslu breytinga á bæjarmálasamþykkt þar sem átti eftir að kjósa upp á nýtt í nokkrar nefndir bæjarins þar með talið skólanefnd er aðalástæða þess að jafnlangt er liðið frá síðasta fundi og raun ber vitni."

10.1111071 - Forfallakennsla í grunnskólum

Helgi Magnússon minnir á að enn hafi ekki fengist svör við fyrspurn um forföll í grunnskólum.

ath!

Fundi slitið - kl. 19:15.