- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Drög að nýjum reglum lögð fram til kynningar og frestað til næsta fundar.
Skólanefnd mælir með því að bæjarráð samþykki erindi skólastjóra um að leggja niður 50% stöðu deildarstjóra við sérdeild einhverfra við Álfhólsskóla.
Lagt fram til kynningar, skólanefnd fagnar stofnun fagráðs.
Lagt fram minnisblað grunnskóladeildar fyrir mat á skóladagatali. Skólanefnd þakkar góða samantekt.
Skólanefnd vísar erindinu til menntasviðs til úrlausnar í samvinnu við skólastjóra Kársnesskóla.
Bæjarráð hefur þegar vísað erindinu til sviðstjóra menntasviðs til umsagnar.
Skólanefnd fagnar tillögunni og hvetur til framkvæmda.
Eftirfarandi bókun var lögð fram:
"Á fundi bæjarráðs 3. maí sl. kom fram að stærðfræðikeppnin BEST hafi verið styrkt um kr. 300.000,- og að þeirri umsókn hafi verið vísað til skólanefndar 29. mars sl. til umsagnar. Sökum fundafæðar fékk skólanefndin aldrei tækifæri til að fjalla um umsóknina og var hún afgreidd án nokkurrar umræðu í fagnefndum bæjarins. Formaður bæjarráðs bókaði 3. maí á fundi bæjarráðs að upplýsingar hefðu borist henni (formanninum) um að ”...bæjarráð hefði yfirleitt afgreitt erindi frá þessum aðilum.“. Spurt er:
1. Hver veitti formanni bæjarráðs þær upplýsingar um að bæjarráð hefði oftast afgreitt þetta erindi?
2. Á hvaða fundum bæjarráðs hefur slík (BEST eða KappAbel) umsókn einhliða verið afgreidd?
3. Hvernig var upphæð styrksins ákveðin, þar sem engin upphæð var tilgreind í erindi umsjónarmanns keppninnar til bæjarráðs?
4. Hvaða reglur gilda um hvaða styrkbeiðnir, er snúa að skólastarfi í Kópavogi, eigi að taka fyrir í skólanefndinni?
Þór Ásgeirsson, fulltrúi Samfylkingarinnar
Hreggviður Norðdahl, fulltrúi Vinstri grænna."
Eftirfarandi bókun var lögð fram:
"Undirritaður vill benda á að liðnar eru sex vikur frá síðasta fundi skólanefndar. Slík töf á fundum er alvörumál og ekki góð stjórnsýsla. Mörg mál bíða afgreiðslu skólanefndarinnar og má þar nefna stefnumótun í skólamálum og framtíðarsýn tölvumála, ásamt ýmissa fyrirspurna, en þessi mál munu ekki verða afgreidd ef frekari tafir verða á fundum nefndarinnar. Mikilvægt er því að funda reglulega og á sama tíma til að málefnin hlaðist ekki upp og að fundarmenn geti skipulagt sig betur í framtíðinni. Bent er á að kjörnir eru varamenn til að sinna störfum skólanefndar í forföllum aðalmanna.
Þór Ásgeirsson, fulltrúi Samfylkingarinnar."
Formaður skólanefndar Rannveig Ásgeirsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Bent skal á að m.a. páskafrí og tafir á afgreiðslu breytinga á bæjarmálasamþykkt þar sem átti eftir að kjósa upp á nýtt í nokkrar nefndir bæjarins þar með talið skólanefnd er aðalástæða þess að jafnlangt er liðið frá síðasta fundi og raun ber vitni."
Helgi Magnússon minnir á að enn hafi ekki fengist svör við fyrspurn um forföll í grunnskólum.
Fundi slitið - kl. 19:15.