Skólanefnd

106. fundur 05. september 2016 kl. 17:15 - 19:15 í Neðstutröð
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Örn Karlsson aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir varafulltrúi
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga María Hallgrímsdóttir aðalfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Sigrún Bjarnadóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1401180 - Grunnskóladeild-forvarnarverkefni "Að verða betri ég"

Kynning á forvarnarverkefni.
Skólanefnd þakkar Jóhanni Pétri Herbertssyni, ráðgjafa fyrir áhugaverða og góða kynningu á verkefninu.

2.15083979 - Grunnskóladeild-Tröð-skóla og skammtímaúrræði

Kynning á starfsemi Traðar.
Skólanefnd þakkar Rögnu Þóru Karlsdóttir, kennsluráðgjafa fyrir greinargóða kynningu.

3.1511090 - Grunnskóladeild-Starfsreglur sérúrræða

Starfsreglur sérúrræða lagðar fram í kjölfar breytinga vegna athugasemda frá Menntamálaráðuneyti. Sérúrræði við grunnskóla Kópavogs kynnt.
Tómas Jónsson, sérfræðiþjónustufulltrúi kynnti sérúrræði við grunnskólana og þær breytingar sem orðið hafa á starfsreglum þeirra.
Skólanefnd samþykkir starfsreglur sérúrræða með öllum greiddum atkvæðum.

4.1404567 - Skóladagatal-starfsáætlun Smáraskóli

Ósk um breytingar á skóladagatali vegna námsferðar.
Máli frestað til næsta fundar.

5.1608806 - Leikskóla- og grunnskóladeild, rannsókn v.móttöku og nám flóttabarna á Íslandi.

Beiðni um rannsókn í grunnskólum Kópavogs lögð fram.
Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki skólastjóra. Nefndin óskar eftir kynningu á niðurstöðum.

Fundi slitið - kl. 19:15.