Skólanefnd þakkar höfðinglegar móttökur, áhugaverða kynningu og góðar veitingar.
1.1409168 - Úthlutun til grunnskóla 2014
Rekstrarstjóri menntasviðs kynnir.
Kynntar voru úthlutunarreglur á tímamagni til grunnskólanna.
2.1408540 - Umsókn um spjaldtölvur-Kársnesskóli
Lagt fram.
Máli frestað til næsta fundar.
3.1409011 - Skólabókasafn Kársnesskóla í Skólagerði.
Bréf frá foreldrafélagi lagt fram.
Máli frestað til næsta fundar.
4.1408071 - Námskeið-stjúptengsl fyrir fagfólk
Erindi lagt fram.
Erindi vísað til menntasviðs til afgreiðslu.
5.1409243 - Styrkbeiðni fyrir umferðarforvarnafræðslu í grunnskólum kópavogs, árið 2014-2015.
Beiðni lögð fram.
Erindi vísað til menntasviðs til afgreiðslu.
6.1409171 - ISCY International study of City Youth-alþjóðleg rannsókn.
Fyrirhuguð rannsókn í grunnskólum Kópavogs kynnt.
Máli frestað til næsta fundar.
7.1409175 - Trúnaðarmál
Erindi lagt fram.
Máli frestað til næsta fundar.
8.1110178 - Kostnaður foreldra við grunnskólagöngu barna sinna
Fyrirspurn lögð fram.
Máli frestað til næsta fundar.
9.1404323 - Skóladagatal og starfsáætlun Salaskóla 2014-2015.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum dags. 12. febrúar 2013 að skipulagsdagar leik- og grunnskóla skyldu samræmdir fyrir skólaárið 2014-2015. Allir leik- og grunnskólar hafa skilað inn skóladagatali þar sem skipulagsdagar eru samræmdir nema Salaskóli. Skólanefnd beinir þeim tilmælum til skólastjóra Salaskóla að hann samræmi skipulagsdaga í skóladagatalinu fyrir skólaárið 2014-2015.
Tillaga samþykkt með 5 atkvæðum og 2 sátu hjá.
Bergljót Kristinsdóttir og Gísli Baldvinsson lögðu fram eftirfarandi bókun: "Mælum með að greinargerð skólastjóra sé send til bæjarstjórnar sem stóð að ákvörðuninni.
Gert var fundarhlé kl. 19:42.
Fundi haldið áfram kl. 19:50.
Helgi Magnússon vék af fundi 19:50.
Margrét Friðriksdóttir, Helgi Magnússon, Ólafur Örn Karlsson, Ragnhildur Reynisdóttir og Guðrún Jónína Guðjónsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun: "Teljum bókunina óheppilega þar sem samhugur er innan skólanefndar að endurskoða þessi mál fyrir næsta skólaár og leggja tillögu þar að lútandi fyrir bæjarstjórn."