Skólanefnd

26. fundur 14. mars 2011 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.912728 - Niðurstöður könnunar meðal sveitarfélaga um innleiðingu laga í leik- og grunnskólum.

Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti varðandi svör við könnun á innleiðingu grunnskólalaga.

Skólinn hefur þegar svarað könnun Mennta- og menningarmálaráðuneytis.

2.1011137 - Beiðni um endurskoðun reglna um fjölda tölva í grunnskólum Kópavogs

Formaður skólanefndar mun fara yfir stöðu máls.

Málið rætt og grunnskóladeild falið að afla upplýsinga.

3.1101075 - Vinnugögn skólanefndar 2011

Endurskoðun skólastefnu Kópavogs.

Stefna Kópavogs í málefnum grunnskóla má finna á slóðinni: http://www.kopavogur.is/files/Grunnskolastefna 2009(1).pdf

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út Leiðbeiningar um mótun skólastefnu í sveitarfélögum: http://www.samband.is/media/stefnumotun-i-skolamalum/Skolastefna-litla.pdf

Skólamálastefna Sambands íslenskra sveitarfélaga er að finna á slóðinni: http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/stefnumotun/skolamalastefna/

Skólastefnur sveitarfélaga er hægt að nálgast á slóðinni: http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/stefnumotun/skolastefnur-sveitarfelaga/

Skólanefnd hefur ákveðið fyrstu skref í vinnu við endurskoðun skólastefnu Kópavogs.

Önnur mál:

Fyrirspurn frá fulltrúa meirihluta í skólanefnd:

Með hvaða hætti er staðið að skráningu verðandi skólabarna í Kópavogi?

Hver ber ábyrgð á skráningu barnanna?

Hvaða stofnun ber að tilkynna foreldrum um skráninguna og með hvaða hætti?

Fundi slitið - kl. 19:15.