Skólanefnd

20. fundur 11. nóvember 2010 kl. 17:15 - 20:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri Grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1011156 - Skýrsla vegna opinberra framlaga sjálfstætt rekinna grunn- og leikskóla

Lagt fram til kynningar. Skýrslan er unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Skýrsluna má finna á eftirfarandi slóð: http://www.svth.is/images/stories/opinberframlog_til_sjalfsttt_rekinna_skla.pdf

Skýrsla lögð fram og vísað á hana á netinu. Nefndarmenn hvattir til að kynna sér skýrsluna.

2.1011018 - Heilsa og lífskjör skólanema, alþjóðleg rannsókn. Skýrsla

Frá Rannsóknasetri forvarna við Háskólann á Akureyri, skýrsla um niðurstöðu rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema.
Skýrsluna er hægt að nálgast á slóðinni: http://www.hbsc.is/

Skýrsla lögð fram og vísað á hana á netinu. Nefndarmenn hvattir til að kynna sér skýrsluna.

3.902203 - Aðstaða mötuneytis í Snælandsskóla

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hefur fjallað um málið og vísað erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til kostnaðarumsagnar.

Skólanefndarformaður kynnti málið og vísaði til þess ferlis sem málið er í hjá bæjarráði.

4.1011135 - Loftnet á grunnskóla

Fyrirspurn frá föður barns í Kársnessskóla varðandi loftnet á þaki skólans.

Málinu vísað til bæjarritara og hann beðin að skoða dreifingu loftneta á skólabyggingum og greiðslur vegna þeirra.

5.1011188 - Fjárhagsáætlun skólanefndar 2011

Rekstrarstjóri fræðslusviðs og fræðslustjóri kynntu forsendur fjárhagsáætlunar 2011. Málefnið var rætt og vísað áfram í umræðu á næsta fundi skólanefndar.

Fundi slitið - kl. 20:15.