- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Lögð fram til kynningar reglugerð um viðurkenningu grunnskóla sem reknir eru af öðrum en sveitarfélaginu.
Málið rætt.
Lögð fram ósk um styrk frá Landvernd, dags. 24. nóvember 2009, vegna Grænfánaverkefnis í grunnskólum.
Skólanefnd styrkir verkefnið að upphæð kr. 250.000.
Ákveðið að halda stefnumótunarfund skólanefndar þann 25. febrúar 2010.
Lagt fram erindi menntamálaráðuneytisins, dags. 3. desember 2009, um stofnanaúttektir á grunnskólum.
Málið rætt.
Skólanefnd felur fræðsluskrifstofu að kynna erindið fyrir skólastjórum.
Formaður skólanefndar og Anna Birna fjölluðu um stöðuna í gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2010.
Málið rætt.
a) Lögð fram drög að fundaáætlun skólanefndar á vormisseri 2010.
b) Rætt um skólanámskrár og upplýsingar á heimasíðum grunnskólanna.
Skólanefnd felur fræðsluskrifstofu að vinna að ákveðinni samræmingu upplýsinga á heimasíðum grunnskólanna í samráði við skólastjórnendur og fulltrúa úr skólanefnd.
c) Formaður las upp jólakort til nefndarinnar frá Skólahljómsveit Kópavogs.
Fundi slitið - kl. 19:15.
Hafsteinn Karlsson, skólastjóri, afhenti grunnskóladeild og skólanefnd dagatal sem er afrakstur Comeniusarverkefnis sem skólinn hefur verið þátttakandi í. Hafsteinn fór yfir starfsáætlun skólans fyrir 2009 - 2010 sem er hluti af skólanámskránni sem kemur út á haustin. Hann greindi einnig frá bekkjanámskrám skólans sem birtast í Mentor. Að lokum fór Hafsteinn yfir sjálfsmatsskýrslu skólans fyrir 2009.